Hagnýt mannauðsstjórnun

- stjórnandinn í síkviku umhverfi

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Nýtt

Námið hefst á vormisseri 2023

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir - sérfræðingar í mannauðsmálum og eigendur AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Markmið

Markmið námsins er að auka sjálfstraust og færni stjórnenda með mannaforráð, m.a. í að leiða einstaklinga og teymi á hvetjandi og uppbyggilegan hátt til aukins árangurs. Að námi loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að nýta sér hagnýtar aðferðir mannauðsstjórnunar í starfi sem stjórnendur og stuðla að eigin starfsþróun í síbreytilegu starfsumhverfi.

Kennslufyrirkomulag

Námið samanstendur af 6 kennslulotum. Hver lota er kennd eftir hádegi á fimmtudögum og frá 09:00-16:00 á föstudögum.
Kennsla hefst í lok febrúar 2023 og lýkur í maí 2023. Nánari upplýsingar um dagsetningar verður tilkynnt síðar.

Námsmat

Námið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verklegum æfingum. Hópavinna er unnin á kennsludögum, ekki er gert ráð fyrir að nemendur vinni í hópum á milli kennsludaga. Námið er án einkunna og eininga.

Fyrir hverja

Fyrir millistjórnendur og nýja stjórnendur sem vilja efla hæfni sína í mannauðsstjórnun.
Fyrir öll þau sem vilja tileinka sér fagleg vinnubrögð innan skipulagsheilda og stuðla að heilbrigðu og öflugu starfsumhverfi.
Námið er einkum sniðið að stjórnendum sem ekki hafa sérstaka menntun í mannauðsstjórnun og stjórnendur smærri fyrirtækja sem eru ekki með sérstaka mannauðsdeild.

Nánar um kennara

Kennarar eru þær Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir - sérfræðingar í mannauðsmálum og eigendur AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf.

Auk þeirra sinna kennslu:
Guðrún Margrét Eysteinsdóttir, lögfræðingur og stundakennari við Viðskiptafræðideild HÍ
Þóra Christiansen, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild HÍ

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hagnýt mannauðsstjórnun

Verð
0

<span class="fm-plan"><a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://mailchi.mp/f9de3c0eeee5/s4trw8z3j6">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; p&oacute;stlista til a&eth; f&aacute; tilkynningu &thorn;egar opnar fyrir ums&oacute;knir.</a></span>