

Valmynd
Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.
Námið fer næst af stað haustið 2024.
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Í samstarfi við Samgöngustofu
Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Nemendur eiga að geta ekið af öryggi og framsýni og vita hvernig best sé staðið að færniþjálfun. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á sviði umferðarfræða og færni í að beita og miðla henni til annarra. Fagleg þekking á sviði umferðarfræða og færni á sviði kennslufræða og þjálfunar verður því ætíð að fara saman.
Um er að ræða blandað kennslufyrirkomulag með staðlotum og fjarnámi en kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og verkefnamiðaðar. Þá skipa vettvangsnám og æfingakennsla veglegan sess í náminu en verknám fer fram utan staðlota. Námið er 30 ECTS einingar og stefnt er á að það fari fram á einu ári.
Hróbjartur Árnason, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ingunn Óladóttir ökukennari.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá EHÍ.
Jóna Svandís Þorvaldsóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ.
Sigurlína Freysteinsdóttir frá Samgöngustofu.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands.
Námið er fyrir þá sem vilja gerast ökukennarar. Inntökuskilyrði í námið eru stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Til þess að öðlast löggildingu til ökukennslu þarf að hafa lokið ökukennaranámi og prófi ásamt því að uppfylla eftirfarandi skilyrði (sbr. reglugerð nr. 830/2011 um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla):
• Vera orðin(n) 21 árs að aldri.
• Hafa ekið bifreið að staðaldri síðustu þrjú árin.
• Fullnægja kröfum um líkamlegt og andlegt hæfi sem gerðar eru til ökumanna í hópi 2, sbr. reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
• Hafa ekki hlotið dóm samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan"><a target="_blank" target="_blank" href="https://mailchi.mp/hi/okukennaranam_h25">Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir.</a></span>