Fjölskyldumeðferð

- diplómanám á meistarastigi

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Námið hefst á haustmisseri 2024

Allir kennarar námsins eru sérfræðingar á sínu sviði, bæði háskólakennarar og starfandi fjölskyldufræðingar (fjölskylduþerapistar).

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Í samvinnu við Félagsráðgjafardeild HÍ og Fjölskyldufræðingafélag Íslands
Námið samsvarar 90 ECTS einingum.

Markmið

Lokaviðmið námsins eru að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og að efla fjölskyldunálgun í félags- og heilbrigðisþjónustu.

Kennslufyrirkomulag

Kennsla fer fram í þremur kennslulotum á misseri (samtals 12 kennslulotur), frá mánudegi til föstudags, kl. 9:00-15:30. Að auki mæta nemendur í hóphandleiðslu allan námstímann.

Fagráð

Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA og fjölskyldufræðingur.
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri EHÍ.
Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MSc, MSW, sérfræðingur í fjölskyldumeðferð og kennslustjóri námsins.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri EHÍ.
Sigríður Lára Haraldsdóttir, fjölskyldufræðingur.


Fyrir hverja

Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa:

Meistaraprófi í félagsráðgjöf eða BA-prófi og diplómu
Klínísku sálfræðiprófi eða BA-prófi og diplómu
Meistaraprófi í guðfræði með diplómu í sálgæslu eða handleiðslu
Geðhjúkrunarfræði eða BS-prófi í hjúkrunarfræði og meðferðardiplómu
Sérfræðinámi í geðlækningum
Sérfræðinámi í heimilislækningum
Meistaraprófi í iðjuþjálfun eða BS-prófi og diplómu
Ljósmóðurfræðum til starfsréttinda
Meistaraprófi í listmeðferðarfræðum

Lánshæft

Námsbrautin er lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjölskyldumeðferð

Verð
0

<span class="fm-plan"><a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://mailchi.mp/592721be3b11/ixtsw9ummj">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; p&oacute;stlista til a&eth; f&aacute; tilkynningu &thorn;egar opnar fyrir ums&oacute;knir.</a></span>