Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjölskyldumeðferð

- diplómanám á meistarastigi

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Umsóknarfrestur til og með 5. júní 2022

Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum endurmenntun@hi.is

Námið hefst á haustmisseri 2022.

Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Fjölskyldufræðingafélag Íslands - fagfólk í fjölskyldumeðferð og Rannsóknarstofu í barna-og fjölskylduvernd

Fjölskyldumeðferð er meðferð þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi.
Þessi skilgreining byggist á hugmyndinni um fjölskylduna sem kerfi og vitund um að vandi hvers einstaklings innan hennar hefur áhrif á fjölskyldutengsl, þ.e. að sérhver einstaklingur verður fyrir áhrifum af því sem gerist í lífi annarra í sömu fjölskyldu eða tengslaneti. Það er metið eftir aðstæðum og í samráði hvenær og hverjir taka beinan þátt í meðferðinni.

Markmið

Að koma til móts við þörfina fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og að efla fjölskyldunálgun í félags- og heilbrigðisþjónustu.
Í náminu öðlast nemendur fræðilega og hagnýta þekkingu í fjölskyldufræðum ásamt klíniskri færni.

Kennslufyrirkomulag

Námið fer fram í reglulegum kennslulotum og unnið með fræðileg og klínisk verkefni á milli lota. Á hverju misseri eru þrjár lotur. Hver lota er fimm dagar, frá mánudegi til föstudags og kennt frá klukkan 9:00-15:30. Kennslulotur eru í september, október, nóvember, janúar, febrúar og apríl. Nemendur verða í samfelldri hóphandleiðslu í litlum hópum meðan á náminu stendur, þar sem unnið er með efnivið úr starfi á vettvangi. Ekki verður um val milli námskeiða að ræða og allir nemendur fylgja sama skipulagi. Nemendur fá tækifæri til að æfa sig í viðtölum undir faglegri handleiðslu, þar sem æfð viðtöl eru tekin upp og unnið með í handleiðsluhópum.

Námskeiðin eru unnin með hliðsjón af sambærilegum námsleiðum við erlenda háskól

Námsmat

Próf, verkefni og viðvera í handleiðslutímum sem ýmist fara fram í nemasetri eða í smærri hópum.

Fagráð

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ.
Jóhanna Rútsdóttir, námstjóri EHÍ
Helga Þórðardóttir, MA félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, kennslustjóri
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri EHÍ.
Hrefna Ólafsdóttir, MSW félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, lektor HÍ

Fyrir hverja

Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa háskólanámi í heilbrigðis- eða félagsvísindum og starfa á sviði fjölskylduþjónustu, fræðslu, stuðnings og meðferðar.
Krafist er þriggja ára grunnmenntunar á háskólastigi (t.d. BA) á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda eða annarrar sambærilegrar menntunar.

Auk þess skulu umsækjendur:
• Hafa að lágmarki tveggja ára starfsreynslu á heilbrigðis- eða félagsvísindasviði.
• Hafa verið í handleiðslu og/eða eigin meðferð. Ef umsækjandi hefur orðið fyrir áfalli og hefur ekki leitað sér faglegrar aðstoðar eða er að kljást við andlega- og/eða samskiptaerfiðleika er gerð krafa um að viðkomandi sæki að lágmarki sex meðferðartíma hjá sérfræðingi á fyrra ári námsins.
• Vera í starfi sem lýtur að heilbrigðis- eða félagsvísindasviði meðan á námi stendur.
•Hafa samþykki yfirmanns og/eða stofnunar til að stunda námið samhliða starfi og nota efnivið úr starfi.

Allir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði verða boðaðir í viðtal.

Lánshæft

Námsbrautin er lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjölskyldumeðferð

Verð
0

<span class="fm-bold"><a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://mailchi.mp/592721be3b11/ixtsw9ummj">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; p&oacute;stlista til a&eth; f&aacute; tilkynningu &thorn;egar opnar fyrir ums&oacute;knir.</a></span>