Sálgæsla

- diplómanám á meistarastigi
Verð 709.500 kr.

Fullbókað
Í gangi

Námið hefst 12. sept. 2022 og lýkur með útskrift í júní 2023.

160 klst.

Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, með aðkomu annarra kennara og gestafyrirlesara.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Í samstarfi við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Námið samsvarar 40 ECTS einingum.

Markmið

Markmið námsins er að veita nemendum þekkingu í grunnatriðum sálgæslu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Námið byggir á að greina og vinna með trúar- og tilvistar þarfir, upplifanir og úrvinnslu reynslu. Í öllum námskeiðum er unnið með verklegar æfingar sem miða að því að nemendur reyni sig í hlutverkum og rýni áhrif efnisins og verkefnanna á sjálf sig.

Kennslufyrirkomulag

Námið skiptist í fjögur 10 ECTS eininga námskeið sem kennd eru í tveimur fjögurra daga lotum frá kl. 9:00-14:00:

Viðfang sálgæslu (12.-15. sept. og 26.- 29. sept.)
Að veita og þiggja sálgæslu (31. okt. - 3. nóv. og 14.-17. nóv.)
Áfallavinna og eftirfylgd (23.-26. jan. og 6.-9. feb.)
Persónumörk, heilbrigði og viðhald (6.-9. mars og 20.-23 mars)

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Námsmat

Krafist er 80% viðveru í hverri lotu, efnislegrar þekkingar á námsefninu, þátttöku í umræðutímum og æfingum. Nemendur þurfa að skila verkefnum og standast próf.

Fagráð

Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur og deildarstjóri sálgæslu sjúkrahúspresta og sjúkrahúsdjákna við Landspítala
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá Endurmenntun HÍ
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar og fyrrum sjúkrahúsprestur við Landspítala
Sigríður Guðmarsdóttir, dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ
Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ

Fyrir hverja

Námið er ætlað þeim sem hafa þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi, til dæmis á sviðum kirkjustarfs, heilsugæslu, kennslu, stjórnunar, félagsþjónustu og löggæslu.

Umsókn

Með umsókn þarf að fylgja:
- Prófskírteini frá háskóla.
- Greinargerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali, hámark ½ blaðsíða.
- Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF)

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sálgæsla

Verð
709500