Valmynd
Námið er tvö ár, kennsla hefst 27. ágúst 2022 og lýkur með útskrift í júní 2024.
Fjölmargir kennarar/fyrirlesarar koma að náminu. Hver þeirra er sérfræðingur á sínu sviði.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands og byggir á lögum um sölu fasteigna og skipasölu nr. 70/2015.
Námið samsvarar 90 ECTS einingum.
Réttindanám til löggildingar fasteigna- og skipasala er fjögurra missera námsbraut sem undirbýr þá sem vilja starfa við sölu fasteigna og skipa.
- Að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að standast próf til löggildingar um sölu fasteigna- og skipa.
- Að nemendur öðlist fræðilega þekkingu og faglega kunnáttu og hæfni til að takast á við alla þætti innan fasteigna- og skipasölu.
Alla jafna er eitt námskeið kennt í einu og því lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Kennsla fer fram tvisvar í viku, á mánudegi kl. 8:30 - 11:30 og laugardegi kl. 12:30 - 15:30. Kennsla fer fram í fyrirlestraformi.
Námsmat námskeiða byggir á verkefnavinnu og prófum. Ekki er gerð krafa um viðveru í náminu, nema í einu námskeiði sem kennt er á fjórða misseri.
Áslaug Björt Guðmundardóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ
Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá EHÍ
Rósa Björk Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ
Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Námið er fyrir þá sem ætla sér að verða löggiltir fasteigna- og skipasalar og aðra þá sem vilja öðlast meiri þekkingu á þessu sviði. Inntökuskilyrði í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala er stúdentspróf eða sambærileg menntun – a.m.k. af þrepi 3 í hæfniramma um íslenska menntun. Til þess að öðlast löggildingu að námi loknu, þurfa nemendur að hafa lokið 6 mánaða starfsreynslu hjá löggiltum fasteignasala.
Umsóknir eru metnar af fagráði. Með umsókn þarf að fylgja:
- Prófskírteini.
- Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil.
- Aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF)
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.