Ökukennaranám til A-réttinda (H25)

Námið hefst 24. sept. 2025 og lýkur með útskrift í júní 2026

Peningur 1.200.000 kr.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september
Námsbraut

Í samstarfi við Samgöngustofu og Menntavísindasvið HÍ

Námið samsvarar 10 ECTS einingum.

Ökukennaranám til A-réttinda er viðbótarmenntun við ökukennaranám til almennra réttinda og miðar að því að búa nemendur undir að kenna á bifhjól.

Markmið

Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og leikni til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu til A-réttinda, og miðað kennsluna við hæfni, getu og þarfir ökunema sinna. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á kennslufræðum, virkni bifhjóla, umferðarfræðum og öryggismálum einkum í tengslum við  kennslu á bifhjól. Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í að miðla þekkingu sinni til ökunema og styðja við nám þeirra. Fagleg þekking og færni á sviði kennslu og þjálfunar verður því ætíð að fara saman. Námið samanstendur af bóklegum námskeiðum og verklegu námi. Að námi loknu munu nemendur geta skipulagt og útfært færniþjálfun og útskýrt hvað felst í öruggum akstri bifhjóls. Mikilvægt er að þeir geri sér grein fyrir því að ökukennarinn sjálfur er fyrirmynd í akstri og rækti ábyrgðartilfinningu og ábyrg viðhorf í starfi. 

Kennslufyrirkomulag

Kennsla skiptist í bóklega og verklega kennslu. Bókleg kennsla fer fram með fjölbreyttum hætti og námið fer að miklu leyti fram í gegnum verkefnavinnu. Kennslan fer fram í fjartímum, staðlotum og með heimalestri og verkefnavinnu nemenda. Kennsluáætlun og dagskrá námsins liggur fyrir við upphaf náms. Verkleg kennsla er stór hluti námsins og skiptist í áhorf og æfingakennslu. Krafist er 80% viðveru í staðlotum, virkni í fjartímum, virkri þátttöku í verkefnavinnu og 100% viðveru í verklegum hluta námsins. Gott er að nemendur hafi í huga við skipulag á námi að viðmið um vinnuframlag nemanda er 25-30 klst. á einingu.

Staðlotur og helstu dagsetningar
Verklegt inngangsnámskeið: Dagana 25. - 27. september fer fram verklegt inngangsnámskeið á höfuðborgarsvæðinu þar sem nemendur læra prófæfingar, lipurðaræfingar og fleira sem nýtist þeim í kennslunni. Lotan endar á aksturshæfnimati. Nemendur koma á eigin hjólum eða verða sér úti um hjól (í samráði við kennara) og með eigin búnað. Undirbúningsfundur fyrir þessa lotu verður mánudaginn 15. september kl. 10:00 - 11:30 á Zoom.

Bókleg námskeið: Að verklegu námskeiði loknu koma bókleg námskeið, hvert á fætur öðru og verkefnavinna á kennsluvef námskeiðs:
Skipulag ökunáms til A-réttinda
mánudagur, 20. október 2025    kl. 9:00 - 12:00    Zoom kennslustund
mánudagur, 27. október 2025    kl. 9:00 - 12:00    Zoom kennslustund

Umferðarlög, umhverfi og umferðarhegðun
mánudagur, 10. nóvember 2025    kl. 9:00 - 12:00    Zoom kennslustund
mánudagur, 17. nóvember 2025    kl. 9:00 - 12:00    Zoom kennslustund
mánudagur, 24. nóvember 2025    kl. 9:00 - 16:00    Staðlota

Bifhjólið, kraftafræði og öryggi
mánudagur, 2. febrúar 2026    kl. 9:00 - 12:00    Zoom kennslustund
mánudagur, 9. febrúar 2026    kl. 9:00 - 12:00    Staðlota (skyndihjálp eftir hádegi)

Fagmennska og starfsvitund
mánudagur, 9. mars 2025    kl. 9:00 - 12:00    Zoom kennslustund
mánudagur, 9. febrúar 2026    kl. 13:00 - 17:00    Staðlota - skyndihjálp

Lokaverkefni í bóklegum fögum
mánudagur, 23. mars 2025    kl. 9:00 - 16:00    Staðlota

Verknám: Á tímabilinu apríl - júní fer verknám fram á höfuðborgarsvæðinu en námstíminn er samkomulagsatriði leiðsagnarkennara og nemenda. Verknámið samanstendur af áhorfi og aðstoð, aksturshæfniprófi, æfingakennslu og lokaprófi í bifhjólakennslu. Undirbúningsfundur fyrir þessa lotu verður mánudaginn 2. mars kl. 10:00 - 11:30 á Zoom.

Námsmat

Kennari hvers námskeiðs fyrir sig annast námsmat og útfærir það út frá viðfangsefni og þörfum. Fyrirkomulag námsmats liggur fyrir í kennsluáætlun við upphaf náms. Nemandi þarf að uppfylla kröfur um mætingu í staðlotur og ljúka öllum bóklegum námskeiðum með lágmarkseinkunn 7 til að fá að skila lokaverkefni. Í lokaverkefni þarf nemandi að fá að lágmarki einkunnina 7. Nemandi skal jafnframt uppfylla kröfur um 100% mætingu og verkefnaskil í verklegum hluta námsins. Geti nemandi ekki, vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla, sinnt námi sínu er það á hans ábyrgð að hafa samband við kennara og leita lausna. Námsmat í verklegum þáttum fer fram með prófi í aksturshæfni og prófi í kennslu á bifhjól.

Fagráð

Hróbjartur Árnason, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri hjá EHÍ.
Jóna Svandís Þorvaldsóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ. 
Fulltrúar Samgöngustofu. (Á forsendum samkomulags við Samgöngustofu).

Fyrir hverja

Ökukennaranám til A-réttinda er ætlað ökukennurum sem vilja afla sér réttinda til að kenna á bifhjól.

Inntökuskilyrði í námið er starfsleyfi fyrir réttindaflokk B einnig þarf umsækjandi sjálfur að hafa haft ökuréttindi fyrir réttindaflokk A í að minnsta kosti þrjú ár.

Umsókn

Með umsókn þarf að fylgja:

  • Starfsleyfi fyrir réttindaflokk B.
  • Afrit af ökuskírteini og útgáfudagur réttindaflokks A-réttinda.
  • Ferilskrá sem inniheldur upplýsingar um starfsreynslu sem ökukennari og bakgrunn sem bifhjólamaður.
  • Greinargerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali, eiginleika sína sem geta nýst í starfinu og væntingar til námsins, hámark 1 bls.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ökukennaranám til A-réttinda (H25)

Verð
1200000