Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Verð 730.000 kr.

Fullbókað
Í gangi

Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum markehi@hi.is

Námið er tvö misseri og hefst 20. sept. 2021 og því lýkur með útskrift í júní 2022.

112 klst.

Dr. Helgi Þór Ingason, véla- og iðnaðarverkfræðingur og dr. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol., M.Phil. og sálgreinir

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Nútíma samfélag og viðskiptaumhverfi kallar eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna margvíslegum verkefnum. Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.

Markmið

Markmið námsins er að efla fjóra megin færniþætti: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið er einnig vettvangur til að öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er í fjórum fjögurra daga lotum frá kl. 8:00-15:00:
20- 23 september
22- 25 nóvember
24. - 27. janúar
14. - 17. mars

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar.

Kennslulotur saman standa af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma því gert er ráð fyrir virkri þátttöku í umræðum og hópastarfi.

Námsmat

Krafist er a.m.k. 75% viðveru í hverju námskeiði. Nemendur þurfa að skila verkefnum og standast próf.

Fyrir hverja

Námið er ætlað áhugasömu og dugmiklu fólk sem hefur vilja til að efla færni sína í starfi og leik. Námið gagnast ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Í náminu kynnast þátttakendur nýjum hugmyndum og áhugaverðu fólki.

Umsókn

Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á námi fyrir þetta nám. Gott er að senda CV/ferilskrá með umsókninni og greinagerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali og væntingar til námsins.

Aðrar upplýsingar

Allar nánari upplýsingar á www.vogl.is

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Verð
730000

<span class="fm-plan">N&uacute;t&iacute;ma samf&eacute;lag og vi&eth;skiptaumhverfi kallar eftir f&oacute;lki sem hefur f&aelig;rni til a&eth; taka &thorn;&aacute;tt &iacute; og stj&oacute;rna margv&iacute;slegum verkefnum. Verkefnastj&oacute;rnun og lei&eth;toga&thorn;j&aacute;lfun (VOGL) er fj&ouml;lbreytt n&aacute;m sem &aelig;tla&eth; er &thorn;eim sem vilja &iacute; senn &ouml;&eth;last &thorn;ekkingu og &thorn;j&aacute;lfun &aacute; svi&eth;i verkefnastj&oacute;rnunar og efla lei&eth;togah&aelig;fileika s&iacute;na.</span>