

Valmynd
Námið hefst 2. sept. 2025 og lýkur með útskrift í júní 2026.
Örnám í samstarfi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Námið samsvarar 30 ECTS einingum.
Leiðsögunámið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er hannað til að veita nemendum yfirgripsmikla og faglega þjálfun í leiðsögn um Ísland.
Námið er skipulagt í samræmi við Evrópustaðalinn ÍST EN 15565:2008
Markmið námsins er að útskrifa leiðsögumenn sem eru tilbúnir að takast á við áskoranir sem fylgja starfinu og hafa færni og þekkingu til að veita ferðamönnum örugga, fræðandi og skemmtilega upplifun af Íslandi. Það að leggja áherslu á gæði og fagmennsku í leiðsögunámi stuðlar að bættri ímynd Íslands sem áfangastaðar og tryggir að gestir landsins fái sem besta þjónustu.
Þekking:
Við lok náms býr nemandi yfir þekkingu á sviði ferðaleiðsagnar. Í því felst að nemandi:
Leikni:
Við lok náms getur nemandi beitt aðferðum og verklagi ferðaleiðsagnar. Í því felst að nemandi:
Hæfni:
Við lok náms í ferðaleiðsögn getur nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og frekara námi. Í því felst að nemandi:
Námið í heild er hægt að taka á tveimur misserum en þau sem vilja geta tekið það á lengri tíma. Alla jafna er eitt námskeið kennt í einu og því lýkur með prófi og/ eða verkefni áður en næsta námskeið hefst.
Námið er skipulagt sem blanda af fjar- og staðnámi. Upptökur af öllum fyrirlestrum eru aðgengilegar á kennslusvæði námsins. Skyldumæting er í ákveðnar vinnustofur í flestum námskeiðum sem fara ýmist fram í kennslustofu eða á rafrænu formi. Einnig eru vettvangsferðir hluti af náminu.
Námsmat byggist á verkefnum, pistlagerð, jafningjamati, rafrænum könnunum og prófum.
Þau sem vilja útskrifast með staðfesta færni á erlendu tungumáli, þreyta munnlegt inntökupróf sem staðfestir lágmarksfærni á viðkomandi tungumáli og í framhaldinu þrjú munnleg próf á námstímanum. Færni er metin í samstarfi við Tungumálamiðstöð HÍ og stuðst er við Evrópska tungumálarammann (CEFR). Færniviðmið er á bilinu B2-C1 við lokamat. Greitt er sérstaklega fyrir tungumálapróf. Hægt er að þreyta munnlegt inntökupróf á fleiri en einu tungumáli.
Í fagráði leiðsögunáms eru:
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Edda R. H. Waage, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Fagráðsfundi sitja einnig:
Jóna Svandís Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Endurmenntunar HÍ
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar HÍ
Námið hentar öllum þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Einnig getur námið verið kjörið fyrir þá sem vilja kynnast betur landi og þjóð og því er í boði að sækja stök námskeið eða námið að hluta án námsmats.
Inntökuskilyrði í fullt leiðsögunám er íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf
Umsækjendur þurfa að hafa færni í íslensku sem samsvarar að lágmarki B2 skv. evrópska tungumálarammanum. Færni í íslensku telst staðfest með íslensku stúdentsprófi eða sambærilegu námi á þriðja hæfniþrepi samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun.
Umsækjendum sem ekki geta staðfest færni sína í íslensku á ofangreindan máta verður boðið upp á stöðumat sem fram fer í júní og framkvæmt er af viðurkenndum prófunaraðila fyrir Endurmenntun HÍ.
Ef umsækjandi hyggst þreyta munnleg próf í erlendu tungumáli er viðkomandi beðinn um að skrá tungumál í athugasemdir umsóknar. Ef umsækjandi hefur nú þegar staðfesta færni á bilinu B2-C1 skv. Evrópska tungumálarammanum er viðkomandi beðinn um að láta þá staðfestingu fylgja umsókninni. Gjald fyrir stöðumat á erlendu tungumáli skv. evrópska tungumálarammanum er ekki innifalið í námsgjöldum.
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi (PDF)
Leiðsögunámið er örnám sem er staflanlegt upp í BS gráðu í ferðamálafræði við Háskóla Íslands sem er 180 ECTS einingar. Það þýðir að nemendur sem taka námið hjá EHÍ geta nýtt námskeið þess sem hluta af BS gráðu í ferðamálafræði. Nemendur sem taka BS gráðu í ferðamálafræði geta nýtt námskeið sem hluta af örnámspakka.
Tvær mögulegar útfærslur eru á staflanleika örnámsins innan BS gráðunnar:
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.