Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun - H25

Stefnt er að því að námið hefjist næst á haustmisseri 2025.

Námsbraut

Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir. Á sama tíma verður námsvísir birtur sem og tímasetningar og upphæð námsgjalda.

Námið er haldið í samstarfi við Nordica ráðgjöf ehf.

Nútíma samfélag og viðskiptaumhverfi kallar eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna margvíslegum verkefnum. Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfni sína.

Markmið

Markmið námsins er að efla fjóra megin færniþætti: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið er einnig vettvangur til að öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er í fjórum fjögurra daga lotum frá kl. 8:00 - 15:00.

Dagsetningar verða birtar þegar nær dregur.

Kennslulotur samanstanda af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma því gert er ráð fyrir virkri þátttöku í umræðum og hópastarfi.

Fyrir hverja

Námið er ætlað áhugasömu og dugmiklu fólk sem hefur vilja til að efla færni sína í leik og starfi. Námið gagnast ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Í náminu kynnast þátttakendur nýjum hugmyndum og áhugaverðu fólki.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun - H25

Verð
NaN