Valmynd
Námið hefst 16. sept. 2024 og því lýkur með útskrift vorið 2025.
ATH! Umsóknarfrestur er liðinn.
Í samstarfi við Nordica ráðgjöf ehf.
Nútíma samfélag og viðskiptaumhverfi kallar eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna margvíslegum verkefnum. Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfni sína.
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun byggir á að efla fjóra megin færniþætti meðal þátttakenda: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið samanstendur af fjórum námskeiðum sem skiptast jafnt á milli tveggja missera. Unnið er með færniþættina yfir allan námstímann og áhersla lögð á að kenna nemendum hagnýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þeirra. Nemendur fást við fjölbreytt verkefni, í kennslustofunni og utan hennar, í hópavinnu með öðrum nemendum.
Markmið námsins er að efla fjóra megin færniþætti: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið er einnig vettvangur til að öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.
Kennt er í fjórum fjögurra daga lotum frá kl. 8:00 - 15:00:
16. - 19. september
11. - 14. nóvember
27. - 30. janúar, 2025
24. - 27. mars, 2025
Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar.
Kennslulotur saman standa af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma því gert er ráð fyrir virkri þátttöku í umræðum og hópastarfi.
Krafist er a.m.k. 75% viðveru í hverju námskeiði. Nemendur þurfa að skila verkefnum og standast próf.
Námið er ætlað áhugasömu og dugmiklu fólk sem hefur vilja til að efla færni sína í leik og starfi. Námið gagnast ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Í náminu kynnast þátttakendur nýjum hugmyndum og áhugaverðu fólki.
Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á fyrra námi fyrir þetta nám. Gott er að senda CV/ferilskrá með umsókninni og greinagerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali og væntingar til námsins.
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Allar nánari upplýsingar á www.vogl.is.
Umsjónarkennarar námsins eru dr. Haukur Ingi Jónasson og dr. Helgi Þór Ingason en þeir eru í hópi ötulustu stjórnunarfræðikennara landsins. Eftir þá liggja nú þegar nokkrar bækur á íslensku um stjórnun. Þeir eru jafnframt þekktir á alþjóðavettvangi fyrir rannsóknir sínar á sviði verkefnastjórnunar og tengdra fræða.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.