Greiðslufyrirkomulag

Eftir að umsókn hefur verið samþykkt er rafrænt inntökubréf sent til umsækjanda og á sama tíma verður til greiðsluseðill í netbanka umsækjanda fyrir staðfestingargjaldi. Með greiðslu staðfestingargjalds tryggir tilvonandi nemandi sér sæti sitt í náminu. Staðfestingargjaldið er 10% af námsgjöldum og er óafturkræft.

Eftir greiðslu staðfestingargjalds birtist greiðsluseðill í netbanka umsækjanda fyrir námsgjöldum að frádregnu staðfestingargjaldi. Ganga þarf frá greiðslu eða greiðsludreifingu áður en námið hefst. Fjöldi greiðsluseðla miðast við fjölda missera náms. Greiðsluseðlar eru gefnir út áður en námið hefst, með eindaga við upphaf hvers misseris. Hægt er að biðja um að hverjum greiðsluseðli sé skipt upp í þrennt. Einnig er boðið upp á raðgreiðslusamninga í samstarfi við Valitor og miðast þá upphæð og lengd samnings við skilmála hvers korthafa en er þó að hámarki til 36 mánaða.

Gengið er út frá því að umsækjandi sé jafnframt greiðandi námsgjalda. Ef óskað er eftir breytingum á því er viðkomandi beðinn um að hafa samband við gjaldkera Endurmenntunar HÍ strax eftir að inntökubréf berst. Ef engar óskir koma fram um breytingar á greiðanda eða greiðslufyrirkomulagi birtist greiðsluseðill í netbanka umsækjanda eftir að staðfestingargjald hefur verið greitt.

Allar nánari upplýsingar má nálgast í síma 525-4444 eða með pósti á ehibokhald@hi.is.