Greiðslufyrirkomulag

Staðfestingargjald

Við samþykkt umsóknar fær umsækjandi rafrænt inntökubréf og greiðsluhlekk fyrir staðfestingargjaldi. Með greiðslu staðfestingargjalds tryggir tilvonandi nemandi sér sæti í náminu. Staðfestingargjaldið er 10% af námsgjöldum og er óafturkræft.

Eftirstöðvar námsgjalda

Ganga skal frá greiðslu á eftirstöðvum námsgjalda áður en nám hefst. Umsækjandi fær þá tölvupóst með upplýsingum um greiðslumöguleika (kortagreiðsla / greiðsluseðill / raðgreiðslusamningar). Mögulegt er að óska eftir greiðsludreifingu og miðast þá hámarksfjöldi greiðsla við fjölda missera náms.

Greiðandi annar en umsækjandi

Gengið er út frá því að umsækjandi sé jafnframt greiðandi námsgjalda. Ef óskað er eftir breytingum á greiðanda er viðkomandi beðinn um að senda tölvupóst strax eftir að inntökubréf berst.

Nánari upplýsingar má nálgast í síma 525-4444 eða með pósti á ehibokhald@hi.is.