

Valmynd
Staðfestingargjald
Við samþykkt námsumsóknar fær umsækjandi rafrænt inntökubréf og greiðsluseðil fyrir staðfestingargjaldi. Með greiðslu staðfestingargjalds tryggir tilvonandi nemandi sér sæti í náminu. Staðfestingargjaldið er 10% af námsgjöldum og er óafturkræft.
Greiðandi annar en umsækjandi
Gengið er út frá því að umsækjandi sé jafnframt greiðandi námsgjalda. Ef umsækjandi óskar þess að annar aðili greiði námsgjald sitt er viðkomandi beðinn um að senda tölvupóst strax eftir að inntökubréf berst með upplýsingum um þann sem greiða skal námsgjaldið.
Eftirstöðvar námsgjalda
Sendir eru út greiðsluseðlar vegna eftirstöðva námsgjalda (90%) áður en nám hefst, fyrir hvert misseri með eindaga í upphafi hvers misseris. Sé óskað eftir að greiða með korti eða fá kortalán með vöxtum þarf að hafa samband við gjaldkera Endurmenntunar HÍ. Um kortalánin gilda skilmálar Rapyd.
Afskráning og endurgreiðsla
Afskráning skal berast til Endurmenntunar í tölvupósti eigi síðar en 20 dögum fyrir upphafsdag náms. Eftir það hefur nemandi skuldbundið sig til að greiða námsgjaldið að fullu og ekki er hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt.
Endurmenntun áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námi ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi eða ef ófyrirsjáanlegar aðstæður skapast. Sé nám fellt niður eru innheimt staðfestingargjöld og námsgjöld endurgreidd að fullu. Ef tímasetningu náms er breytt færist nemandi sjálfkrafa á nýja tímasetningu og fær um það tilkynningu í tölvupósti. Ef breytt tímasetning hentar ekki nemanda á hann rétt á fullri endurgreiðslu láti hann vita innan þeirra tímamarka sem tilgreind eru í póstinum.
Allar endurgreiðslur vegna námsbrauta eru framkvæmdar innan 14 daga frá því að skilyrði endurgreiðslu teljast uppfyllt, með sama greiðslumiðli og notaður var við upphafleg kaup.
Fyrirspurnir um greiðslur og greiðslufyrirkomulag hjá Endurmenntun HÍ má senda í tölvupósti á netfangið ehibokhald@hi.is - símatími alla virka daga frá 9:00 - 11:00.