Greiðslufyrirkomulag

Eftir að umsókn hefur verið samþykkt er rafrænt inntökubréf sent til umsækjanda og í framhaldinu er gefinn út reikningur fyrir heildarverði námsins.  

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Fjöldi greiðsluseðla miðast við fjölda missera náms. Greiðsluseðlar er gefnir út við upphaf náms, með eindaga við upphaf hvers misseris. Hægt er að biðja um að hverjum greiðsluseðli sé skipt upp í þrennt en einnig bjóðum við upp á raðgreiðslusamninga í samstarfi við Valitor og miðast þá upphæð og lengd samnings við skilmála hvers korthafa en þó að hámarki 36 mánaða.

Gengið er út frá því að umsækjandi sé jafnframt greiðandi námsins, ef óskað er eftir breytingum á því er viðkomandi beðinn um að hafa samband við gjaldkera okkar strax eftir að inntökubréf berst. Ef engar óskir koma fram um breytingar á greiðanda eða greiðslufyrirkomulagi birtist greiðsluseðill í netbanka umsækjanda fljótlega eftir inntöku í nám.

Vinsamlega athugið að eftir að nám er hafið hefur nemandi skuldbundið sig til að greiða allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt.

Allar nánari upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag gefur gjaldkeri í síma 525-4444 eða með því póst á netfangið: ehibokhald@hi.is