

Valmynd
Námskeiðið fer fram í fjarkennsluforritinu ZOOM, sem er einfalt og notendavænt kerfi. Þátttakendur námskeiðsins sjá kennarann, glærur og töflu sem og aðra þátttakendur og geta spurt spurninga og tekið þátt í umræðum og spjalli undir stjórn kennarans.
Athugið að námskeiðið fer einungis fram í rauntíma.
Það eina sem þú þurfið að hafa til taks fyrir námskeiðið er tölva, spjaldtölva eða sími ásamt hljóðnema. Flestar tölvur eru með vefmyndavél sem við hvetjum fólk að hafa kveikt á svo við sjáum hvert annað því þá skapast skemmtilegri stemming og samræður verða líflegri.
Það er ágætt að vera komin inn á fundinn 2-3 mín áður en við byrjum svo við getum byrjað á réttum tíma.
Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt góðum leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.
Reynsla þátttakenda á fyrri fjarnámskeiðum hjá ENDURMENNTUN hefur verið afar góð og ljóst að þetta kennsluform eykur möguleika allra áhugasamra á að sækja sér fróðleik og skemmtun.
Góða skemmtun!