ENDURMENNTUN Háskóla Íslands hefur í auknum mæli styrkt samband sitt við íslenskt atvinnulíf í gegnum samstarf við fjölda fyrirtækja og stofnana. Styrkleiki Endurmenntunar er m.a. gott aðgengi að hæfustu sérfræðingum á hverju sviði, bæði í háskólasamfélaginu og í atvinnulífinu. Sérsniðin námskeið eru hluti af því þjónustuframboði sem Endurmenntun býður viðskiptavinum sínum og felur í sér ákveðin ávinning fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Ávinningur felst m.a. í:   

Sveigjanleiki
Námskeið getur annað hvort verið haldið í húsakynnum ENDURMENNTUNAR eða í húsnæði fyrirtækis eða stofnunar og á þeim tíma dags sem hentar best.

Aðlögun fræðslu að starfsemi
ENDURMENNTUN leggur mikla áherslu á að efnistök námskeiðsins sé sniðið að markmiðum viðskiptavinarins. Þess vegna gerir
ENDURMENNTUN í tilboði sínu ráð fyrir fundi með kennara, verkefnastjóra og viðskiptavini til að greina þarfirnar.

Það getur hentað betur að fá kennara inn í fyrirtæki eða stofnun og kenna hópi samstarfsmanna. Umræður milli kennara og þátttakenda um efnisþætti námskeiðs verða markvissari þar sem þær snúa beint að verkefnum og starfsemi viðkomandi fyrirtækis eða stofnun.

Hagkvæmari valkostur
ENDURMENNTUN gerir fast tilboð miðað við tímafjölda og fjölda þátttakenda. Útreiknaður kostnaður fyrir hvern þátttakanda er töluvert lægri en ef þátttakendur greiða fullt einstaklingsgjald á opnu námskeiði ENDURMENNTUNAR.

Vottun
Allir þátttakendur fá skírteini frá ENDURMENNTUN til staðfestingar þátttöku. Gildi skírteina frá ENDURMENNTUN er ótvírætt, enda hefur stofnunin um árabil verið fyrsti valkostur fagfólks hvað símenntun varðar.

Fjölbreytt framboð
ENDURMENNTUN er með fjölbreytt framboð námskeiða á hverju misseri og er það í stöðugri þróun. Fyrirtæki geta fengið tilboð í fræðslu og námskeiðahald óháð því hvort námskeiðið er á dagskrá ENDURMENNTUNAR eða ekki.

Nánari upplýsingar um sérsniðin námskeið gefur Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunastjóri: hannaru@hi.is

0