Fréttir

Námsbrautir í fjarnámi

Námsbrautir í fjarnámi

Á haustmisseri 2016 hefjast fjölmargar námsbrautir hjá okkur í Endurmenntun og þar af eru nokkrar í fjarnámi.

Fjarnámið fer fram á netinu og því getur hver og einn skipulagt sinn tíma sjálfur. Hver kennslustund er tekin upp og upptakan birt á samskiptavef. Þátttaka er því hvorki háð búsetu né fjarfundarbúnaði.

Á GRUNNSTIGI HÁSKÓLA

Leiðsögunám á háskólastigi  staðnám eða fjarnám 

Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala - staðnám eða fjarnám

 

NÁMSLÍNUR ÁN EININGA

Fjármál og rekstur - staðnám eða fjarnám

Viðurkenndur bókari staðnám eða fjarnám

Umsóknarfrestur er til 1. júní og eru þeir sem hafa hug á að stunda fjarnám beðnir um að taka það sérstaklega fram í umsókn.

Margar námsbrautir hjá Endurmenntun eru lánshæfar hjá Framtíðinni námslánasjóði og einstaka námsbrautir hjá LÍN.

0