Fréttir

Metfjöldi fjarnámskeiða hjá Endurmenntun

Metfjöldi fjarnámskeiða hjá Endurmenntun

Það er gaman að fylgjast með heimasíðu Endurmenntunar þessa dagana en í haust verður á dagskrá hjá okkur metfjöldi fjarnámskeiða og sífellt er verið að bæta við úrvalið. Fljótlega eftir sumarfrí var tekin ákvörðun um að færa eins mörg námskeið og hægt væri yfir í fjarnámskeið til að halda stöðugleika yfir misserið á meðan reglur um samkomur og fjarlægð milli fólks væru síbreytilegar.

Endurmenntun hefur ávallt verið í fararbroddi símenntunar á Íslandi með fjölbreytt námskeiðsúrval sitt og starfsfólk gaf ekkert eftir til að tryggja að það úrval stæði enn til boða ef ske kynni að reglur um samkomur myndu herðast. Haustmisserið sem er framundan er því heldur frábrugðið fyrri árum en við tökum nýjum áskorunum fagnandi og hvetjum áhugasama að nýta tækifærið og bæta við sig þekkingu í næðinu heima fyrir.

Sjá framboð fjarnámskeiða HÉR

0