Fréttir

Haustmisserið hefst af krafti

Haustmisserið hefst af krafti

Haustmisserið er byrjað hjá Endurmenntun af miklum krafti og við litum við á námskeið Ármanns Jakobssonar um Ólafs sögu helga í Heimskringlu sem hófst á dögunum. Eins og vaninn er var fullsetið á námskeið Ármanns og þrátt fyrir að ekki hafi verið í boði að fá kleinur með kaffinu þetta misserið út af sóttvarnarsjónarmiðum þá var glatt á hjalla hjá þátttakendum sem sátu margir með penna á lofti og glósuðu í bækur sínar.

Á víð og dreif um húsnæði Endurmenntunar má finna sótthreinsistöðvar með sprittbrúsum og gestir og gangandi eru meðvitaðir um að halda fjarlægð og huga að hreinlæti. Fjarnámskeiðin hafa farið vel af stað og það er ánægjulegt að hafa stækkað þátttakendahópinn okkar með því að gera námskeiðin aðgengilegri fyrir íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Það er því líf og fjör á Dunahaganum og það verður gaman að fylgjast með starfseminni á komandi mánuðum.

0