Fréttir

Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá 4. maí

Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá 4. maí

Nú þegar takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi mega nemendur og þátttakendur í námi og námskeiðum í  háskólum mæta á ný í sínar skólabyggingar.

Endurmenntun opnar dyr sínar að nýju eftir COVID19 lokun þann 4. maí n.k.  Kennsla námskeiða og námsbrauta verður með hefðbundnu sniði í húsnæði stofnunarinnar nema í þeim námsbrautum sem tilkynnt hefur verið um kennslu í gegnum fjarfundarbúnað. Fjöldatakmörkun er í gildi, þar sem ekki mega vera fleiri en 50 í sama rými. Borðum og stólum var fækkað svo það sé hægt að halda tveggja metra fjarlægð. Merkingar eru á gólfum þar sem raðir geta myndast, eins og fyrir framan kaffivélar og salerni. Algengir snertifletir eru þrifnir reglulega. Þá eru veitingar fyrir viðskiptavini með breyttu sniði sem tekur mið af aðstæðum.

Viðskiptavinir, kennarar og starfsfólk EHÍ eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis varðandi reglulegan handþvott og almennt hreinlæti. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir víða í húsakynnum EHÍ og eru allir eru hvattir til að nýta sér þá. Hjá Endurmenntun hefur ávallt verið lögð áhersla á að skapa hlýlegt og öruggt umhverfi og við hlökkum til að bjóða nemendur velkomna á ný með heilbrigðissjónarmið okkar allra að leiðarljósi.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

0