Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda

Verð 31.500 kr.
Aðeins 2 sæti laus
Nýtt

Þri. 26. og fim. 28. okt. kl. 19:00 - 22:00

6 klst.

Pétur Guðmann Guðmannsson, réttarlæknir

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeiðið er endurtekið á misserinu vegna mikillar eftirspurnar.

Hvernig metur réttarlæknir dánartíma? Hvernig rotna lík? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvernig fer krufning fram? Slys eða manndráp? Um allt þetta og margt fleira verður fjallað á „öðruvísi“ námskeiði sem er sniðið að forvitni skrifandi og skapandi fólks.

Á námskeiðinu verður skýrt frá helstu viðfangsefnum réttarlæknisfræðinnar (einnig kölluð réttarmeinafræði) og hlutverki réttarlækna í rannsókn dauðsfalla, þar á meðal manndrápa. Þá verður rætt um dauðann frá sjónarhóli læknisfræðinnar og það hvernig lík eru rannsökuð, hvernig þau koma fyrir og hvaða breytingar verða á líkamanum eftir dauðann.

Rannsóknaraðferð réttarlæknisins, krufning, er útskýrð í helstu atriðum, tilgangur hennar, styrkur og veikleikar. Kynntar verða til sögunnar valdar dánaraðstæður, t.d. eitrun og kyrking. Hugtök áverkafræði verða kynnt sem og túlkun á tilurð áverka. Þá verða tíundaðar fáeinar mýtur og furður varðandi dauðann.

Þess skal getið að kennari sýnir myndir til stuðnings máli sínu. Sumar hverjar þessara mynda sýna áverka á fólki og/eða látið fólk. Myndirnar geta vakið óhug.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvað er réttarlæknisfræði?
Dauðann og líkið.
Krufningu.
Vettvang.
Eitrun.
Kyrkingu.
Áverkafræði.
Lesið í augnablikin fyrir dauðann.
Mýtur og furður dauðans.

Ávinningur þinn

Þú munt öðlast skilning á því hvað réttarlæknisfræði fæst við, hvert hlutverk réttarlæknis er við rannsókn á brotamáli.
Þú munt fá innsýn í sjónarhorn læknisfræðinnar á dauðann og dánarferlin. Þú munt skilja að breytingar á líkama eftir dauðann og birtingarmyndir þeirra eru mjög mismunandi.
Þú munt öðlast skýrari mynd af krufningarferlinu og starfi réttarlæknis á vettvangi.
Þú munt kannast við helstu aðferðir við mat á dánartíma og þau vandamál sem þeim tengjast.
Þú munt fá innsýn í dauðsföll vegna kyrkingar og hvernig þau eru rannsökuð.
Þú munt skilja vandann við að greina eitrun.
Þú munt kynnast einstöku sjónarhorni réttarlæknisfræði á látna manneskju og hvernig það getur varpað ljósi á athafnir og önnur ferli í aðdraganda dauðans.
Gert verður út um algengan misskilning um dauða og réttarlæknisfræði.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa skapandi skrif að vinnu eða áhugamáli og vilja geta fjallað á raunhæfan hátt um dauða, lík og réttarlæknisfræðilega rannsókn dauðsfalls.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Pétur Guðmann Guðmannsson er réttarlæknir sem starfað hefur við fagið í 9 ár, fyrst í Svíþjóð og síðar á Íslandi. Hann hefur komið að fjöldamörgum rannsóknum á manndrápum og ofbeldisverkum. Hann hefur sérstaklega rannsakað áverka á hálsi og banvænar árásir dýra. Pétur kennir réttarlæknisfræði og hjartameinafræði við læknadeild HÍ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda

Verð
31500

<span class="fm-plan">Hvernig metur r&eacute;ttarl&aelig;knir d&aacute;nart&iacute;ma? Hvernig rotna l&iacute;k? Vaxa neglur eftir dau&eth;ann? Hvernig fer krufning fram? Slys e&eth;a manndr&aacute;p? Um allt &thorn;etta og margt fleira ver&eth;ur fjalla&eth; &aacute; &bdquo;&ouml;&eth;ruv&iacute;si&ldquo; n&aacute;mskei&eth;i sem er sni&eth;i&eth; a&eth; forvitni skrifandi og skapandi f&oacute;lks.</span>