Valmynd
Fim. 23. mars kl. 19:00 - 22:00
Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað.
Með aukinni þekkingu má spara umtalsverðar fjárhæðir auk þess sem við fáum betri yfirsýn yfir væntar tekjur þegar lífeyrisgreiðslur taka við af launatekjum.
Á námskeiðinu er fjallað á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.
Nýjustu breytingar á greiðslum og skerðingum Tryggingastofnunar.
Áhrif skatta á sparnað og tekjur.
Kosti og galla þess að flýta eða seinka töku lífeyris.
Ráðstöfun séreignarsparnaðar og áhrif hans á aðrar tekjur.
Áhrif þess að halda áfram að vinna eftir 67 ára aldur.
Ávöxtun fjármuna á eftirlaunaaldri.
Umtalsverður fjárhagslegur ávinningur getur fylgt aukinni þekkingu á lífeyris-, skatt-, og tryggingakerfinu.
Minni líkur á endurkröfu frá Tryggingastofnun, ófyrirséðum skattgreiðslum ofl.
Skýrari hugmynd um þær tekjur sem koma til með að taka við af launagreiðslum við starfslok.
Minni áhyggjur samhliða aukinni þekkingu.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem nálgast eftirlaunaaldur eða hafa nýverið hætt að vinna, óháð tekjum eða eignum.
Björn Berg Gunnarsson er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Hann hefur sérhæft sig í fræðslu um fjármál við starfslok, hefur haldið yfir 100 fræðslufundi um efnið um allt land og er reglulegur greinahöfundur í riti Landssambands eldri borgara. Björn hefur áður haldið námskeið um sparnað eldri borgara hjá ENDURMENNTUN HÍ.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað.</span>