Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Áhættustýring í heimilisbókhaldi

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 9. október
Almennt verð 21.900 kr. 19.900 kr.
Nýtt

Þri. 19. okt. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Eggert Þ. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Aukin áhættuvitund í fjármálum getur létt fjárhagslegar skuldbindingar síðar meir. Markmiðið með námskeiðinu er að draga fram helstu áhættuþætti í fjármálum einstaklinga og efla áhættumeðvitund þátttakenda. Meðal annars verður farið yfir áhættudreifingu og áhættuvarnir tengdar daglegum útgjöldum, lánsfjármögnun, sparnaði, tryggingum og lífeyrisiðgjöldum.

Markviss stýring á áhættutengdum fjármálum er mikilvægur þáttur í lífi allra. Farið verður yfir uppsprettur áhættu og skoðað hvernig hægt er að draga úr þeim með áhættudreifingu og áhættuvörnum. Reynt verður að auka áhættumeðvitund þátttakenda varðandi fjármál. Sérstaklega verður hugað að reglubundnum daglegum útgjöldum. Mismunandi form sparnaðar og lánsfjármögnunar verða skoðuð. Valmöguleikum við lífeyrissparnað velt upp og þá sérstaklega horft til séreignarsparnaðar. Tryggingarkaup og tryggingarþörf metin í ljósi þeirrar áhættu sem er undirliggjandi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Áhættudreifingu og áhættuvarnir.
Lánsfjármögnun.
Mismunandi form sparnaðar
Tryggingarþörf.

Ávinningur þinn

Aukin meðvitund um fjármál.
Aukin áhættuvitund.
Aukin hæfni til að koma auga á áhættu og veikleika í fjármálum.
Aukin þekking til að dreifa áhættu og beita áhættuvörnum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum. Það nýtist þeim sem vilja auka skilning sinn á fjármálum einstaklinga.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Eggert Þ. Þórarinsson er aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Hann er vélaverkfræðingur frá HÍ, hefur meistaragráðu í fjármálum frá University of Cambridge og er löggiltur verðbréfamiðlari.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áhættustýring í heimilisbókhaldi

Verð
21900

<span class="fm-plan">Aukin &aacute;h&aelig;ttuvitund &iacute; fj&aacute;rm&aacute;lum getur l&eacute;tt fj&aacute;rhagslegar skuldbindingar s&iacute;&eth;ar meir. Markmi&eth;i&eth; me&eth; n&aacute;mskei&eth;inu er a&eth; draga fram helstu &aacute;h&aelig;ttu&thorn;&aelig;tti &iacute; fj&aacute;rm&aacute;lum einstaklinga og efla &aacute;h&aelig;ttume&eth;vitund &thorn;&aacute;tttakenda. Me&eth;al annars ver&eth;ur fari&eth; yfir &aacute;h&aelig;ttudreifingu og &aacute;h&aelig;ttuvarnir tengdar daglegum &uacute;tgj&ouml;ldum, l&aacute;nsfj&aacute;rm&ouml;gnun, sparna&eth;i, tryggingum og l&iacute;feyrisi&eth;gj&ouml;ldum.</span>