Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Bókaranám - frá grunni til aðalbókara

Fyrsta þrep
Verð 489.000 kr.
Nýtt

Námið hefst mið. 15. sept. kl. 9:00. Alla jafna er kennt mán., mið., fim. og einstaka þri. frá kl. 9:00 - 12:00. Samtals 135klst. Kennsluáætlun. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.

135 klst.

Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og eigandi Bókhalds og kennslu ehf. Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Í samstarfi við Bókhald og kennslu ehf.

Námskeiðið er fyrsta þrepið í bókaranámi ENDURMENNTUNAR sem einnig er hægt að sækja stakt. Bókaranámið er nýtt nám þar sem áhersla er lögð á að nemendur læri að færa bókhald og öðlist þekkingu á grunnatriðum laga sem og meginatriðum bókhaldskerfa.
Í þessu þrepi verður kennslustofunni á Zoom breytt í ímyndaða bókhaldsstofu þar sem nemendur fá þjálfun í færslu bókhalds. Námsgögn og aðgangur að bókhaldsforriti eru innifalin í námsgjaldinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lágmarksþekkingu í Excel.
Námið er samtals 135 klst.

Kynnt undirstöðatriði laga um bókhald, laga um virðisaukaskatt (vsk) og laga um tekjuskatt sem og helstu atriði í grunni reikningsskila.
Nemendur hafi í lokin hæfni til að færa bókhald í fleiri en eitt bókhaldskerfi og þekkingu til að setja upp og reikningslyklamerkja, færa helstu tegundir færslna í fjárhag (gjöld/tekjur, eignir og skuldir). Sölukerfi: Fái æfingu í að stofna vörur og gera sölureikninga. Laun: Stofna launþega, búa til launatöflur, reikna laun og senda allar skilagreinar. VSK - taka út vsk skýrslur úr kerfum. B2B – lesa inn og lyklamerkja fært á rekstrargrunni. Þekkja mismunandi formkröfur fylgiskjala. Hæfni til að taka út skýrslur úr bókhaldskerfum, svo sem aðalbók, hreyfingalista viðskiptakrafna og viðskiptaskulda, sem og efnahags- og rekstaryfirlit, getu til að gera leiðréttingar og þekkja og skilja mikilvægi afstemminga. Grunnur í Excel.


Að fyrsta þrepi loknu eiga nemendur að:
Þekkja bókhaldsforritið Reglu, DK og fleiri bókhaldskerfi.
Þekkja grunnreglur laga um tekjuskatt, tekjur, gjöld, eignir, skuldir ásamt helstu reglum um skil á opinberum gjöldum.
Þekkja grunnreglur varðandi færslu bókhalds.
Þekkja a.m.k. þrjú bókhaldskerfi og muninn á þeim, sem og alla nýja tækni með skil og bókun á rafrænum skjölum
Geta fært fjárhagsbókhald.
Geta stofnað viðskiptavini.
Geta stofnað vörunúmer.
Geta gert sölureikning.
Geta tekið virðisaukaskattsuppgjör úr bókhaldkerfum og skilað.
Geta fært laun og reiknað þau í „launakerfum“, skilað launamiðum sem og skilagreinum sjóða og gjalda beint úr kerfi og handvirkt.
Geta gert leiðréttingar í fjárhag og metið mikilvægi „góðra“ vinnubragða.
Þekkja virkni samþykkta- og gjaldkerakerfa.
Geta prentað stöðu fjárhags, viðskiptakrafna og viðskiptaskulda
Geta skoðað rekstrarreikning og efnahagsreikning.

Markmið

Markmið námsins er að auka þekkingu og færni nemenda við að færa bókhald. Í kennslunni er bókhaldsforritið Regla notað og nemendur fá aðgang að bókhaldsgögnum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir námið. Markmiðið er að nemendur fái þjálfun og kennslu sem líkir eftir raunverulegu umhverfi á bókhaldsstofu og verði hæfir til að beita þekkingu sinni í starfi að loknu námi.

Kennslufyrirkomulag

Alla jafna er kennt á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 9:00 – 12:00. Kennslan er í formi fyrirlestra að hluta en í formi verklegra æfinga að mestu leyti.
Námið er samtals 135 klst. og að auki fá nemendur tækifæri til að sækja þriggja klukkustunda handleiðslu á bókhaldsstofu við raunverulegar aðstæður gegn greiðslu, sé þess óskað.
Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF).

Námsmat

Þekkingarmat: Próf/könnun þar sem að lágmarki þarf að ná 7 í einkunn til að halda áfram, seta og virkni á námskeiði er ígildi sex mánaða vinnu í bókhaldsdeild.
Námið byggir á fyrirlestrum, verklegum æfingum og virkri þátttöku nemenda.

Fjarnám

Alla jafna er námið kennt í rauntíma í gegnum Zoom.
Staðkennsla verður þri. 22. nóv. og mið. 23. nóv. kl. 9:00 - 12:00.

Fyrir hverja

Fyrsta þrep er fyrir þá sem vilja fá grunnþekkingu í að starfa í bókhaldsdeildum og færa bókhald, vinna í uppsetningu samþykktakerfa, innlestri rafrænna reikninga og B2B, vera færir um að reikningslyklamerkja, gera sölureikninga og reikna laun. Einnig fyrir þá aðila sem eru í sjálfstæðum rekstri og vilja færa bókhald sitt eða skyldmenna sinna sjálfir, hvort sem er í eigin nafni eða í nafni félaga.

Umsókn

Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á námi.

Aðrar upplýsingar

Þriggja þrepa leið er ætluð þeim sem starfa við bókhald eða vilja skapa sér nýjan starfsvettvang.
Bókaranám – fyrsta þrep
Bókari sem hefur færni til að færa bókhald í bókhaldskerfi og reikningslyklamerkja.
Bókaranám – annað þrep
Bókari sem getur gengið frá bókhaldi í hendur uppgjörsaðila með öllum afstemmingum.
Bókaranám – þriðja þrep
Aðalbókari sem getur annast skattskil einstaklinga/örfélaga og kann grunnatriði í ársreikningagerð.


Hvert þrep er hægt að sækja sem stakt námskeið eða hvert þrep á eftir öðru fyrir þá sem vilja læra að færa bókhald frá grunni.

Nemendur sem sækja öll þrjú þrepin fá 20% afslátt af þriðja þrepinu.

Nánar um kennara

Sjá upplýsingar um faglega umsjón og kennara í kennsluskrá (PDF) námsins.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Bókaranám - frá grunni til aðalbókara

Verð
489000

<span class="fm-plan">N&aacute;mskei&eth;i&eth; er fyrsta &thorn;repi&eth; &iacute; b&oacute;karan&aacute;mi ENDURMENNTUNAR sem einnig er h&aelig;gt a&eth; s&aelig;kja stakt. B&oacute;karan&aacute;mi&eth; er n&yacute;tt n&aacute;m &thorn;ar sem &aacute;hersla er l&ouml;g&eth; &aacute; a&eth; nemendur l&aelig;ri a&eth; f&aelig;ra b&oacute;khald og &ouml;&eth;list &thorn;ekkingu &aacute; grunnatri&eth;um laga sem og meginatri&eth;um b&oacute;khaldskerfa.<br/>&Iacute; &thorn;essu &thorn;repi ver&eth;ur kennslustofunni &aacute; Zoom breytt &iacute; &iacute;mynda&eth;a b&oacute;khaldsstofu &thorn;ar sem nemendur f&aacute; &thorn;j&aacute;lfun &iacute; f&aelig;rslu b&oacute;khalds. N&aacute;msg&ouml;gn og a&eth;gangur a&eth; b&oacute;khaldsforriti eru innifalin &iacute; n&aacute;msgjaldinu. Gert er r&aacute;&eth; fyrir a&eth; nemendur hafi l&aacute;gmarks&thorn;ekkingu &iacute; Excel.<br/>N&aacute;mi&eth; er samtals 135 klst.</span>