Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 15. janúar
Almennt verð 42.700 kr. 38.800 kr.

Þri. og fim. 25. jan. - 10. feb kl. 17:00 - 19:00 (6x)

12 klst.

Casper Vilhelmssen, dönskukennari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeiðið hentar þeim sem þurfa að nota dönsku sem talmál í samskiptum vegna vinnu. Hentar einnig þeim sem dvalið hafa í Danmörku og vilja viðhalda kunnáttu sinni og öllum þeim sem vilja ná tökum á talmáli.

Á námskeiðinu er fjallað um

Samtalsfærni (hópverkefni).
Mikilvægi hlustunar til að ná tökum á málinu.
Muninn á rituðu máli og töluðu máli í dönsku (framburðar gildrur).
Danska menningu.
Grunnatriði danskrar málfræði.

Ávinningur þinn

Þú nærð betri tökum á töluðu máli í dönsku.
Þú eflir framburð þinn í dönsku.
Skilningur þinn eykst.
Þú færð aukna sýn á danska menningu.

Aðrar upplýsingar

Til að fá sem mest út úr námskeiðinu fer allt fram á dönsku.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Casper Vilhelmsen er menntaður kennari í dönsku og starfar við kennslu í Víðistaðaskóla. Hann er með BA gráðu í dönsku og hefur kennt hjá Endurmenntun HÍ síðan haustið 2006.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum

Verð
42700

<span class="fm-plan">N&aacute;mskei&eth;i&eth; hentar &thorn;eim sem &thorn;urfa a&eth; nota d&ouml;nsku sem talm&aacute;l &iacute; samskiptum vegna vinnu. Hentar einnig &thorn;eim sem dvali&eth; hafa &iacute; Danm&ouml;rku og vilja vi&eth;halda kunn&aacute;ttu sinni og &ouml;llum &thorn;eim sem vilja n&aacute; t&ouml;kum &aacute; talm&aacute;li.</span>