Valmynd
Þri. og fim. 30.ágúst - 6. okt. kl. 16:40 - 18:10 (12x)
Friederike Wiessner, sendikennari við HÍ
Háskóli Íslands, Veröld - Hús Vigdísar.
Upplýsingar um kennslustofu verður birt um leið og hún liggur fyrir.
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ
Þetta námskeið er fyrir alla þá sem vilja ná tökum á helstu undirstöðuatriðum í þýsku máli á skömmum tíma. Engrar forkunnáttu er krafist.
Lögð er jöfn áhersla á lestur, hlustun, ritun og talfærni. Þeim nemendum sem þegar hafa undirstöðufærni í þýsku er bent á önnur námskeið. Ekki er hægt að taka þetta námskeið með öðrum þýskunámskeiðum þar sem gerðar eru kröfur um undirstöðuþekkingu á þýskri tungu.
Námskeiðið er kennt í 6 vikur, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn frá 30. ágúst til 6. október, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:40 – 18:10 í Veröld – Húsi Vigdísar.
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðis geta nemendur:
- notað algengan orðaforða.
- tjáð sig á einfaldan hátt um kunnugleg málefni.
- skilið og lesið einfalda texta og samtöl.
Námskeiðið er kennt á ensku og þýsku.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ en nemendur HÍ greiða ekki gjald fyrir þátttöku og er þeim bent á að skrá sig í gegnum Uglu.
Sjá kennsluskrá hér.
Þátttakendum er bent á að hægt er að kaupa vinnubækur námskeiðsins hjá Bóksölu stúdenta, Momente A1 Kursbuch og Momente A1 Arbeitsbuch sjá hér.
Vinsamlegast athugið að þetta námskeið er einungis ætlað algerum byrjendum í þýsku. Þeim nemendum sem hafa einhvern grunn í þýsku er bent á framhaldsnámskeiðin Þýska fyrir byrjendur II – IV.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Þetta námskeið er fyrir alla þá sem vilja ná tökum á helstu undirstöðuatriðum í þýsku máli á skömmum tíma. Engrar forkunnáttu er krafist.</span>