Staðnámskeið

Málröskun - leiðir til lausna

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 5. ágúst Gjaldfrjálst
Nýtt

Mán. 15. og þri. 16. ágúst kl. 9:00 - 14:00

8 klst.

Fagleg umsjón: Sædís Ósk Harðardóttir Kennarar: Hlín Magnúsdóttir Njarðvík uppeldis- og menntunarfræðingur, Sigrún Jónína Baldursdóttir, grunnskólakennarii og verkefnastjóri/ráðgjafi vegna málþroska og læsis og Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og verkefnastjóri/ráðgjafi vegna málþroska og læsis.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Haldið í samstarfi við Félag íslenskra sérkennara

Markmið með námskeiðinu er að auka fræðslu til kennara í framhaldsskólum og á starfsbrautum um nemendur með málþroskaraskanir og málröskun. Mikil aukning hefur verið á greiningum á málþroskavanda og mikilvægt er að framhaldsskólakennarar séu í stakk búnir til að aðstoða og koma til móts við þennan nemandahóp.

Markmiðið er að fræða sérkennara og kennara á starfsbrautum um leiðir til að byggja upp og vinna með nemendum. Aukning á málþroskavanda ungmenna getur haft í för með sér aukið brottfall úr skóla, aukna vanlíðan nemanda og aðstöðumun. Á námskeiðinu koma sérfræðingar á sviði málþroskavanda þekkingu á borð kennara svo þeir geti unnið enn betur með þennan hóp.

Annan daginn kenna talmeinafræðingar og sérfræðingar hjá Miðju máls og læsis. Sett verður upp fræðsla um málþroskaraskanir og praktískar nálganir, ásamt því að fjallað er um það hvernig best er að vinna með þennan nemendahóp sem oft flosnar upp úr námi sökum sinna veikleika í málþroska.
Hinn daginn ræðir Hlín Magnúsdóttir um helstu einkenni málþroskaraskana unglinga, hvaða áhrif þessi röskun hefur á líf unglingsins og helstu áskoranir sem þau standa frammi fyrir . Einnig verður rætt um námsaðferðir og önnur úrræði sem eru í boði
sem gott er að hafa í huga fyrir unglinga með málþroskaraskanir.

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 40.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.

Nánar um kennara

Hlín Magnúsdóttir Njarðvík, með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt BA-gráðu í sálfræði og diplómagráðu í kennslufræðum og málþroska og læsi. Hún hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín í þágu nemenda sem þurfa fjölbreyttar nálganir í kennslu.

Sigrún Jónína Baldursdóttir, þroskaþjálfi og verkefnastjóri/ráðgjafi vegna málþroska og læsis.

Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og verkefnastjóri/ráðgjafi vegna málþroska og læsis.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Málröskun - leiðir til lausna

Verð
0

<span class="fm-plan">Markmi&eth; me&eth; n&aacute;mskei&eth;inu er a&eth; auka fr&aelig;&eth;slu til kennara &iacute; framhaldssk&oacute;lum og &aacute; starfsbrautum um nemendur me&eth; m&aacute;l&thorn;roskaraskanir og m&aacute;lr&ouml;skun. Mikil aukning hefur veri&eth; &aacute; greiningum &aacute; m&aacute;l&thorn;roskavanda og mikilv&aelig;gt er a&eth; framhaldssk&oacute;lakennarar s&eacute;u &iacute; stakk b&uacute;nir til a&eth; a&eth;sto&eth;a og koma til m&oacute;ts vi&eth; &thorn;ennan nemandah&oacute;p.</span>