Staðnámskeið

Sumarnámskeið Samtaka sálfræði- og uppeldisfræðikennara

Fyrir framhaldsskólakennara
Skráning til og með 6. ágúst Gjaldfrjálst

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Nýtt

Skrifstofa Endurmenntunar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 2. ágúst.

Lau. 13. ágúst kl. 08:00 - 16:00

7 klst.

Fagleg umsjón: Elva Björk Ágústsdóttir, elva@mh.is.
Kennari: Súsanna Margrét Gestsdóttir.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Samtök sálfræði- og uppeldisfræðikennara

Námskeiðið er tvískipt, annars vegar fjallar Súsanna Margrét Gestsdóttir um virka kennslu og nemendamiðun og hins vegar verða kynnt áhugaverð verkefni og námskeið starfandi sál- og uppeldisfræðikennara.

Erindi Súsönnu kallast „Virkir kennsluhættir og nemendamiðun“ og fjallar um áhugaverðar kennsluaðferðir, verkefni og tæki. Áhersla verður lögð á að þátttakendur fái fræðslu og þjálfun í kennsluaðferðum sem efla virkni nemenda í tímum. Um er að ræða fræðslu og verklega þjálfun fyrir þátttakendur.

Á seinni hluta námskeiðsins verða kynningar og fræðsla um áhugaverð verkefni og námskeið sem sálfræði- og uppeldisfræðikennarar hafa reynslu af. Kennararnir segja frá gagnlegum verkefnum, aðferðum og leiðum í kennslu. Kynntir verða áhugaverðir áfangar eins og Blekkingar hugans og Umhverfissálfræði.

Fyrir hverja

Námskeiðið er sérstaklega ætlað sálfræði- og uppeldisfræðikennurum í framhaldsskólum og kennurum á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 28.900 kr.,sem endurspeglar ekki almennt námskeiðsverð. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að láta vita með því að hafa samband við EHÍ í síma 525 4444 eða senda tölvupóst á endurmenntun@hi.is eftir að skráning hefur verið framkvæmd og greiðsluseðill verður sendur viðkomandi.

Aðrar upplýsingar

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sumarnámskeið Samtaka sálfræði- og uppeldisfræðikennara

Verð

<span class="fm-plan">N&aacute;mskei&eth;i&eth; er tv&iacute;skipt, annars vegar fjallar S&uacute;sanna Margr&eacute;t Gestsd&oacute;ttir um virka kennslu og nemendami&eth;un og hins vegar ver&eth;a kynnt &aacute;hugaver&eth; verkefni og n&aacute;mskei&eth; starfandi s&aacute;l- og uppeldisfr&aelig;&eth;ikennara.</span>