Valmynd
Þri. 9. og mið. 10. ágúst kl. 9:00 - 17:00
Fagleg umsjón: Svanlaug Aðalsteinsdóttir, sla@tskoli.is, Elínborg Arna Árnadóttir earnaarna@fsu.is. og Ásdís Björk Pálmadóttir asdis.palmadottir@fss.is.
Kennarar: Eyvindur Þorgilsson, hársnyrtimeistari og kennari í Tækniskólanum og Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, hárnsyrtimeistari og vöruhönnuður.
Verkmenntaskólinn á Akureyri, Hringteigur 2.
Í samstarfi við Félag hársnyrtikennara
Á námskeiðinu efla og auka fagkennarar þekkingu sína á nýjustu straumum og stefnum í hártískunni og tileinka sér notkun á tækjum og tólum sem eru ný á markaðnum til að geta miðlað þeim nýjungum til nemenda.
Þriðjudagur:
Fyrir hádegi kennir Thódóra Mjöll léttar greiðslur með fléttum og krullum og eftir hádegi kennir hún brúðargreiðslur. Söluvænar greiðslur sem kennarar geta t.d. tekið með sér inn í kennslu í efri bekkjum.
Miðvikudagur:
Eyvindur Þorgilsson kennir léttar greiðslur í síðu og millisíðu hári. Klassískar greiðslur sem gott er að taka með sér inn í kennslu á öllum stigum námsins.
Á námskeiðinu fá þáttakendur greiðsluhaus (Vanessur) til að æfa sig á. Þátttakendur þurfa að mæta með áhöld til að vinna við greiðslur, hitajárn og blásara. Allt annað verður á staðnum.
Kennara í Félagi hársnyrtikennara
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Á námskeiðinu efla og auka fagkennarar þekkingu sína á nýjustu straumum og stefnum í hártískunni og tileinka sér notkun á tækjum og tólum sem eru ný á markaðnum til að geta miðlað þeim nýjungum til nemenda.</span>