Valmynd
Fim. 2. og fös. 3. júní kl. 9:00 - 14:00
Fagleg umsjón: Brynja Margeirsdóttir, bm@tskoli.is.
Kennari: Gerður Guðjónsdóttir, talmeinafræðingur.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Í samstarfi við Félag lífsleiknikennara
Á námskeiðinu er fjallað um beitingu raddarinnar sem er vinnutæki kennarans en raddvandamál hrjá marga kennara. Jafnframt er fjallað um raddbeitingu og kenndar æfingar sem gagnast bæði kennurum og nemendum.
Menntaðir talmeinafræðingar verða með fræðsluerindi og kenna gagnlegar æfingar, bæði sem forvörn og eins til að vinna betur með þeim einstaklingum sem eiga í vandræðum með raddbeitingu. Röddin er verkfæri kennarans og því er mikilvægt að hlúa að henni sem og að fá æfingu í beitingu raddarinnar til að ná betur til hlustenda. Eins er mikilvægt fyrir sjálfsmynd og sjálfsöryggi nemenda að kunna að beita röddinni rétt og því afar mikilvægt að þeir fái tilsögn og fræðslu um hversu stórt hlutverk röddin hefur í lífi fólks og hversu mikilvægt tæki hún er til árangurs í lífinu.
Tal og málþroskaröskun er það kallað þegar einstaklingur lærir ekki málið á sama hraða og jafnaldrar. Farið verður yfir og rætt um málþroskaröskun (DLD) , helstu einkenni , algengi og hvaða áhrif það hefur á nám nemenda.
Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.
Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 40.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Á námskeiðinu er fjallað um beitingu raddarinnar sem er vinnutæki kennarans en raddvandamál hrjá marga kennara. Jafnframt er fjallað um raddbeitingu og kenndar æfingar sem gagnast bæði kennurum og nemendum.</span>