Staðnámskeið

Náms- og starfsfræðsla í framhaldsskólum og kynning á úrræðum fyrir einstaklinga sem hætta námi

Fyrir náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum og framhaldsskólakennara
Gjaldfrjálst
Aðeins 1 sæti laust
Í gangi

Skrifstofa Endurmenntunar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 2. ágúst.

Fös. 3. júní kl. 8:30 - 16:00

7.5 klst.

Fagleg umsjón: Jónína Ólafsdóttir Kárdal, fns@fns.is og fagráð Félags náms- og starfsráðgjafa á framhaldsskólastigi

Flensborgarskóli Hafnarfirði, Hringbraut 10.

Námskeið

Haldið í samstarfi við Félag náms- og starfsráðgjafa

Á námskeiðinu er kynnt aðferðafræði „Gatsby benchmark“ sem er upprunnin í Bretlandi. Skoðað verður á hvern hátt hægt er að efla og bæta gæði náms- og starfsfræðslu í íslensku menntakerfi og mæta þeim markmiðum sem sett eru fram í Menntastefnu 2030. Á námskeiðinu er jafnframt efld færni náms- og starfsráðgjafa til að hafa áhrif á stefnumótun í náms- og starfsfræðslu á sínum starfsvettvangi og farið yfir þau úrræði sem standa til boða þeim einstaklingum sem einhverra hluta vegna þurfa að hætta námi. Þjónusta VIRK og Vinnumálastofnunar verða kynnt, en með þekkingu á slíkum úrræðum geta náms- og starfsráðgjafar í framhaldsskólum betur stutt við einstaklinga og vísað þeim áfram til að stuðla að sem minnstu rofi í náms- og starfsferli viðkomandi.

Ljóst er að eftir heimsfaraldur þarf enn frekar að huga að fræðslu um nám og störf fyrir þá sem stunda framhaldsskólanám og iðn- og verknám. Færnikröfur vinnumarkaðarins eru að breytast þegar horft er til stafrænnar byltingar. Efling náms- og starfsfræðslu sem greinar á framhaldsskólastigi er liður í því að styrkja færni nemenda til að stýra eigin náms- og starfsferli og efla starfshæfni sína.

Náms- og starfsráðgjafar í framhaldsskólum taka við einstaklingum sem eru á þeim stað að þeir geta ekki haldið áfram námi. Því er mikilvægt að mynda þekkingarkeðju á milli menntastofnana og félagslegra og heilbrigðisúrræða og stuðlað að samtali innan faghópsins og við aðra faghópa.

Fyrir hverja

Náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum og náms- og starfsráðgjafa á öðrum skólastigum og framhaldsskólakennara, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi náms- og starfsráðgjöfum, og framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 28.900 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluhlekkur frá PEI verður sendur á það farsímanúmer og netfang sem gefið er upp við skráningu.

Aðrar upplýsingar

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan af landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2022 (PDF).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Náms- og starfsfræðsla í framhaldsskólum og kynning á úrræðum fyrir einstaklinga sem hætta námi

Verð
0

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu er kynnt a&eth;fer&eth;afr&aelig;&eth;i &bdquo;Gatsby benchmark&ldquo; sem er upprunnin &iacute; Bretlandi. Sko&eth;a&eth; ver&eth;ur &aacute; hvern h&aacute;tt h&aelig;gt er a&eth; efla og b&aelig;ta g&aelig;&eth;i n&aacute;ms- og starfsfr&aelig;&eth;slu &iacute; &iacute;slensku menntakerfi og m&aelig;ta &thorn;eim markmi&eth;um sem sett eru fram &iacute; Menntastefnu 2030. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu er jafnframt efld f&aelig;rni n&aacute;ms- og starfsr&aacute;&eth;gjafa til a&eth; hafa &aacute;hrif &aacute; stefnum&oacute;tun &iacute; n&aacute;ms- og starfsfr&aelig;&eth;slu &aacute; s&iacute;num starfsvettvangi og fari&eth; yfir &thorn;au &uacute;rr&aelig;&eth;i sem standa til bo&eth;a &thorn;eim einstaklingum sem einhverra hluta vegna &thorn;urfa a&eth; h&aelig;tta n&aacute;mi. &THORN;j&oacute;nusta VIRK og Vinnum&aacute;lastofnunar ver&eth;a kynnt, en me&eth; &thorn;ekkingu &aacute; sl&iacute;kum &uacute;rr&aelig;&eth;um geta n&aacute;ms- og starfsr&aacute;&eth;gjafar &iacute; framhaldssk&oacute;lum betur stutt vi&eth; einstaklinga og v&iacute;sa&eth; &thorn;eim &aacute;fram til a&eth; stu&eth;la a&eth; sem minnstu rofi &iacute; n&aacute;ms- og starfsferli vi&eth;komandi.</span>