Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Rússneska fyrir byrjendur I

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 16. janúar
Almennt verð 49.300 kr. 44.800 kr.

Mið. 26. jan. - 16. mars. kl. 17:15 - 19:15 (8x)

16 klst.

Irma Matchavariani, MA í rússneskri málfræði og bókmenntum og Ph.D. í þýðingafræði

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um grunnatriði í rússnesku og gefin innsýn í menningu Rússlands. Fjölbreyttir og markvissir kennsluhættir munu skila þátttakendum góðri kunnáttu á stuttum tíma sem nýtist vel í daglegu lífi og á ferðalögum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Setningafræði
Nafnorð
Lýsingarorð, atviksorð
Sagnorð

Ávinningur þinn

Þú lærir að kynna þig og tala um sjálfan þig og áhugamál þín á rússnesku.
Þú lærir að tala um fjölskyldu, hversdagslíf og frítíma á rússnesku.
Þú lærir að nota rússneskuna á ferðalagi um Rússland og nágrannalönd Rússlands til að geta átt samskipti við heimamenn.

Fyrir hverja

Ætlað fyrir fólk sem vill kynnast tungumálinu og rússneskri menningu. Ekki er krafist neinnar forkunnáttu.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Irma Matchavariani hefur verið stundakennari við HÍ síðan 1998. Hún hefur langa reynslu af því að kenna rússnesku. Hún er með MA í rússneskri málfræði og bókmenntum og Ph.D. í þýðingafræði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Rússneska fyrir byrjendur I

Verð
49300

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um grunnatri&eth;i &iacute; r&uacute;ssnesku og gefin inns&yacute;n &iacute; menningu R&uacute;sslands. Fj&ouml;lbreyttir og markvissir kennsluh&aelig;ttir munu skila &thorn;&aacute;tttakendum g&oacute;&eth;ri kunn&aacute;ttu &aacute; stuttum t&iacute;ma sem n&yacute;tist vel &iacute; daglegu l&iacute;fi og &aacute; fer&eth;al&ouml;gum.</span>