Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Hlaðvarp

- nýtt tæki í fjölmiðlun og markaðssetningu
Verð 23.000 kr.
Aðeins 6 sæti laus

Mán. 17. og mið. 19. maí kl. 20:00 – 22:00

4 klst.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Hlaðvarp er ódýr og einföld leið fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki til að koma efni og upplýsingum á framfæri við almenning. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað hlaðvarp er, vinsælustu hlaðvörpin og hvernig hlaðvarpsþættir eru framleiddir og þeim komið á framfæri við almenning. Þátttakendum stendur til boða að fá aðstoð við að framleiða einn hlaðvarpsþátt.

Hlaðvörp (e. podcast) njóta vaxandi vinsælda og sem dæmi má nefna að fjórðungur Bandaríkjamanna hlustar á hlaðvarp mánaðarlega, þriðjungur á aldrinum 25 - 54 ára. Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Vinsæl íslensk og erlend hlaðvörp.
• Tæki og forrit sem nota má við gerð og dreifingu eigin hlaðvarpa.
• Hvernig hlaðvörp eru búin til.

Ávinningur þinn

• Lærir að búa til þitt eigið hlaðvarp.
• Veist hvernig koma á hlaðvarpi á framfæri við hlustendur.
• Öðlast góða þekkingu á miðlinum.

Tækjabúnaður

Minnum á fartölvu fyrir framleiðslu hlaðvarps

Fyrir hverja

Fyrir einstaklinga, hópa, félagasamtök, fyrirtæki og flesta þá sem hafa áhuga á að framleiða hlaðvarp.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur sem ætla að fá aðstoð við framleiðslu hlaðvarps þurfa að koma með eigin fartölvu.

Nánar um kennara

Guðmundur Hörður Guðmundsson er kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við blaða- og fréttamennsku, m.a. hjá RÚV og verið upplýsingafulltrúi ráðuneytis.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hlaðvarp

Verð
23000

<span class="fm-plan">Hla&eth;varp er &oacute;d&yacute;r og einf&ouml;ld lei&eth; fyrir einstaklinga, h&oacute;pa e&eth;a fyrirt&aelig;ki til a&eth; koma efni og uppl&yacute;singum &aacute; framf&aelig;ri vi&eth; almenning. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um hva&eth; hla&eth;varp er, vins&aelig;lustu hla&eth;v&ouml;rpin og hvernig hla&eth;varps&thorn;&aelig;ttir eru framleiddir og &thorn;eim komi&eth; &aacute; framf&aelig;ri vi&eth; almenning. &THORN;&aacute;tttakendum stendur til bo&eth;a a&eth; f&aacute; a&eth;sto&eth; vi&eth; a&eth; framlei&eth;a einn hla&eth;varps&thorn;&aacute;tt.</span>