Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

In classroom

Kínverska fyrir byrjendur I

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Last day of early registration is 14th of January
Standard registration fee 38.500 ISK 35.000 ISK
New

Mán. og mið. 24. jan. - 16. feb. kl. 17:15-19:15 (8x)

16 hours

Wei Ding, sendikennari Konfúsíusarstofnunar við Háskóla Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Course

Í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós

Kínverska er töluð af tæplega fimmtungi mannkyns og þykir sífellt eftirsóknarverðari kunnátta með auknu vægi Kína í heiminum.

Þótt vissulega megi finna fjölmargar kínverskar mállýskur er stöðluð kínverska (mandarín eða putonghua) alls staðar gjaldgeng í Kína og raunar víða annars staðar. Þetta námskeið veitir inngang að þessu heillandi tungumáli.

Námskeiðið er kennt á ensku

Grunn kínversks tungumáls.
Einfaldar setningar og framburð.
Kynning á kínverskum rittáknum.

Þú nærð að stíga inn fyrir þröskuld kínverskrar menningar í gegnum tungumálið.
Þú lærir nokkrar einfaldar setningar til notkunar í daglegu lífi.
Þú kynnist hinu einstaka ritmáli Kínverja.

Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Wei Ding er sendikennari Konfúsíusarstofnunar við Háskóla Íslands. Wei hefur starfað á Íslandi í 2 ár og kennir kínversku í HÍ og MH. Wei brennur fyrir að kenna móðurmál sitt enda menntuð í kennslu í kínversku fyrir útlendinga.

Grants

Do you have the right to a grant from your union or the Icelandic Directorate of Labour to pay towards studies or shorter courses?
Check it out HERE.

Kínverska fyrir byrjendur I

Verð
38500

<span class="fm-plan">K&iacute;nverska er t&ouml;lu&eth; af t&aelig;plega fimmtungi mannkyns og &thorn;ykir s&iacute;fellt eftirs&oacute;knarver&eth;ari kunn&aacute;tta me&eth; auknu v&aelig;gi K&iacute;na &iacute; heiminum.</span>