Stað- og fjarnámskeið

Íslensk menning

Skráning til og með 17. nóvember Verð 101.900 kr.

Fim. og þri. 17. nóv. - 8. des. kl. 17:00 - 19:55 (7x)

21 klst.

Guðmundur Björnsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ,
María Gísladóttir, arkitekt,
Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum,
Ásdís Egilsdóttir, prófessor emerítus í íslenskum bókmenntum,
Júlíana Þóra Magnúsdóttir, þjóðfræðingur,
Ástríður Magnúsdóttir, listfræðingur

Endurmenntun, Dunhaga 7. Námskeiðið fer einnig fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Fjallað verður um íslenska menningu og birtingarmyndir hennar frá upphafi fram á 21. öld. Nemendur munu fræðast um hversdagsmenningu þjóðarinnar í gegnum aldir, lifnaðarhætti hennar og efnismenningu og læra að skilja breytingarnar sem hafa átt sér stað. Leitast verður við að skoða menninguna í öllum sínum birtingarmyndum án þess að einskorðast við einstök menningarsvið. Veitt verður innsýn í bókmennta- og listasögu Íslands, rifjað upp og dýpkuð þekking á ýmsum bókmenntagreinum sem og á listgreinum á borð við myndlist, tónlist, byggingarlist, hönnun, leiklist, kvikmyndagerð og fleira.

Á námskeiðinu er fjallað um

Íslenskar bókmenntir, bæði fornsögur sem og bókmenntir 19.-21. aldar.
Alþýðumenningu, s.s. þjóðhætti, siði og hefðir sem og aðra þltti íslenskrar hversdagsmenningar.
Byggingarlist, þ.e. híbýli á Íslandi og þróun þeirra frá landnámi til loka 20. aldar.
Norræna goðafræði.
Fornleifar og varðveisla handrita.
Mynd- og tónlist.
Leik- og kvikmyndalist.

Ávinningur þinn

Þekking á efnismenningu Íslendinga og innsýn í varðveislu hennar, framsetningu og miðlun.
Þekking á lykilatriðum bókmenntasögu á Íslandi.
Þekking á sögu kvikmyndagerðar, hönnunar, leiklistar og byggingarlistar á Íslandi.
Þekking á þjóðsagnahefðar á Íslandi.
Þekking á alþýðumenningu á Íslandi í fortíð og nútíð.
Þekking á hvernig menning hefur breyst og tekið á sig nýjar myndir í mismunandi samhengi.
Kunni skil á íslenskri tónlistar- og myndlistarsögu.
Kunni skil á hvernig margbreytileiki íslenskrar menningar birtist í umhverfinu og geti tengt saman atburði, sögur og arfleifð í frásagnir til ferðamanna.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fjarnám

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um íslenska menningu; bókmenntir, alþýðumenningu, listir og fornleifar. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Íslensk menning

Verð
101900

<span class="fm-plan">Fjalla&eth; ver&eth;ur um &iacute;slenska menningu og birtingarmyndir hennar fr&aacute; upphafi fram &aacute; 21. &ouml;ld. Nemendur munu fr&aelig;&eth;ast um hversdagsmenningu &thorn;j&oacute;&eth;arinnar &iacute; gegnum aldir, lifna&eth;arh&aelig;tti hennar og efnismenningu og l&aelig;ra a&eth; skilja breytingarnar sem hafa &aacute;tt s&eacute;r sta&eth;. Leitast ver&eth;ur vi&eth; a&eth; sko&eth;a menninguna &iacute; &ouml;llum s&iacute;num birtingarmyndum &aacute;n &thorn;ess a&eth; einskor&eth;ast vi&eth; einst&ouml;k menningarsvi&eth;. Veitt ver&eth;ur inns&yacute;n &iacute; b&oacute;kmennta- og listas&ouml;gu &Iacute;slands, rifja&eth; upp og d&yacute;pku&eth; &thorn;ekking &aacute; &yacute;msum b&oacute;kmenntagreinum sem og &aacute; listgreinum &aacute; bor&eth; vi&eth; myndlist, t&oacute;nlist, byggingarlist, h&ouml;nnun, leiklist, kvikmyndager&eth; og fleira.</span>