Stað- og fjarnámskeið

Íslandssaga

Verð 101.900 kr.
Í gangi

Þri. og fim. 25. okt. - 15. nóv. kl. 17:00 - 19:55 (7x)

21 klst.

Upplýsingar um kennara verða birtar hér síðar

Endurmenntun, Dunhaga 7. Námskeiðið fer einnig fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Skoðaðir verða meginatburðir í sögu Íslands, sjálfsmynd þjóðarinnar og samskipti við aðrar þjóðir. Lögð verður áhersla á að skilja söguna út frá fræðilegu sjónarhorni og öðlast gagnrýna sýn á hvers konar söguskoðun. Meðal annars verður fjallað um hlutverk og hugmyndafræði þjóðríkisins síðan það birtist í sjónmáli á 19. öld, þróun nútímasamfélagsins á 20. öld, áhrif heimsstyrjaldanna tveggja og þjóðlífsbreytingar á lýðveldistímanum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Sögu Íslands frá 800 til dagsins í dag
Landnám, goðaveldi og kristnitöku.
Sturlungaöld og kirkjustríð, konungsvald og gamli sáttmáli.
Enska öldin og siðaskiptaöldin.
Einokun og einveldi.
Sjálfstæðisbaráttan.
Landshöfðingjatíminn, heimastjórn og fullveldi.
Lýðveldið frá 1944.
Réttindabarátta afskiptra samfélagshópa.

Ávinningur þinn

Þekking á sögu Íslands og geta að tengja hana staðháttum.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fjarnám

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um sögu íslands frá 800 til dagsins í dag. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Íslandssaga

Verð
101900

<span class="fm-plan">Sko&eth;a&eth;ir ver&eth;a meginatbur&eth;ir &iacute; s&ouml;gu &Iacute;slands, sj&aacute;lfsmynd &thorn;j&oacute;&eth;arinnar og samskipti vi&eth; a&eth;rar &thorn;j&oacute;&eth;ir. L&ouml;g&eth; ver&eth;ur &aacute;hersla &aacute; a&eth; skilja s&ouml;guna &uacute;t fr&aacute; fr&aelig;&eth;ilegu sj&oacute;narhorni og &ouml;&eth;last gagnr&yacute;na s&yacute;n &aacute; hvers konar s&ouml;gusko&eth;un. Me&eth;al annars ver&eth;ur fjalla&eth; um hlutverk og hugmyndafr&aelig;&eth;i &thorn;j&oacute;&eth;r&iacute;kisins s&iacute;&eth;an &thorn;a&eth; birtist &iacute; sj&oacute;nm&aacute;li &aacute; 19. &ouml;ld, &thorn;r&oacute;un n&uacute;t&iacute;masamf&eacute;lagsins &aacute; 20. &ouml;ld, &aacute;hrif heimsstyrjaldanna tveggja og &thorn;j&oacute;&eth;l&iacute;fsbreytingar &aacute; l&yacute;&eth;veldist&iacute;manum.</span>