Stað- og fjarnámskeið

Leiðsögumaðurinn 1

Skráning til og með 6. september Verð 101.900 kr.

Þri. og fim. 6. - 27. sept. kl. 17:00 - 19:55 (7x)

21 klst.

Guðmundur Björnsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ og leiðsögumaður.

Endurmenntun, Dunhaga 7. Námskeiðið fer einnig fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Nemendur fá þjálfun í framsögn og leiðir til árangursríkra samskipta verða kynntar. Menningarmunur skoðaður með áherslu á að þekkja og skilja helstu atriði er snúa að framkomu við ólíka menningarhópa. Nemendur kynnast aðferðum umhverfistúlkunar og farið verður yfir helstu þætti er snúa að starfi leiðsögumannsins. Nemendur fá þjálfun í leiðtogahæfni og fjallað verður um samskipti við samstarfsmenn svo sem bílstjóra og hópstjóra. Rætt verður um skipulagningu ferða, ferðagögn, tímasetningar, tímastjórn og hvernig leiðsögumaðurinn kemur sér á framfæri.

Ávinningur þinn

Temjir þér skipulögð vinnubrögð.
Kunnir að setja upp hnitmiðaða pistla þar sem vitnað er í heimildir.
Fáir þjálfun í að taka á móti og stjórna hópum ferðamanna af ólíkum uppruna og með mismunandi þarfir.
Þekkir mikilvægustu atriði varðandi framsögn, samskipti og viðbrögð í hópvinnu.
Þekkir helstu aðferðir umhverfistúlkunar.
Kunnir skil á skipulagningu og undirbúningi ferða.
Vitir hvernig ferðast skuli Án Ummerkja.
Þekkir réttindi og skyldur leiðsögumanna.
Getur brugðist við vá.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fjarnám

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um leiðsögn og ferðaþjónustu. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leiðsögumaðurinn 1

Verð
101900

<span class="fm-plan">Nemendur f&aacute; &thorn;j&aacute;lfun &iacute; frams&ouml;gn og lei&eth;ir til &aacute;rangursr&iacute;kra samskipta ver&eth;a kynntar. Menningarmunur sko&eth;a&eth;ur me&eth; &aacute;herslu &aacute; a&eth; &thorn;ekkja og skilja helstu atri&eth;i er sn&uacute;a a&eth; framkomu vi&eth; &oacute;l&iacute;ka menningarh&oacute;pa. Nemendur kynnast a&eth;fer&eth;um umhverfist&uacute;lkunar og fari&eth; ver&eth;ur yfir helstu &thorn;&aelig;tti er sn&uacute;a a&eth; starfi lei&eth;s&ouml;gumannsins. Nemendur f&aacute; &thorn;j&aacute;lfun &iacute; lei&eth;togah&aelig;fni og fjalla&eth; ver&eth;ur um samskipti vi&eth; samstarfsmenn svo sem b&iacute;lstj&oacute;ra og h&oacute;pstj&oacute;ra. R&aelig;tt ver&eth;ur um skipulagningu fer&eth;a, fer&eth;ag&ouml;gn, t&iacute;masetningar, t&iacute;mastj&oacute;rn og hvernig lei&eth;s&ouml;guma&eth;urinn kemur s&eacute;r &aacute; framf&aelig;ri.</span>