Staðnámskeið

Rekstur í sjávarútvegi (VIÐ282M)

Skráning til og með 15. desember Verð 75.000 kr.

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2023. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.6 klst.

Umsjónakennari: Ásta Dís Óladóttir, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Sjávarútvegur hefur um aldir verið ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn yfir helstu þætti er varða rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, starfsumhverfi þeirra, tækifæri og afkomu og hvernig sjávarútvegurinn tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Farið verður yfir sögu og þróun á Íslandi undanfarna áratugi, þróun fiskveiðistjórnunar, kvótakerfið og aðrar leiðir til að stjórna fiskveiðum við Ísland svo sem sóknar- og veiðarfæratakmarkanir og verður það borið saman við það sem þekkist erlendis. Þá verður fjallað um fiskeldi, afurðir, vinnsluleiðir, sölu- og markaðssetningu og hvað þarf til þess að ná árangri. Þá verður einnig farið yfir hvaða tækifæri eru í atvinnugreininni. Tæknibreytingar, umhverfismál og nýsköpun verða í brennidepli. Nemendur vinna raunhæf verkefni í námskeiðinu í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja.

Þá verður fjallað um afurðir, vinnsluleiðir, sölu- og markaðssetningu fyrir helstu afurðir og hvaða tækifæri eru í atvinnugreininni. Nemendur vinna raunhæf verkefni á ýmsum sviðum í námskeiðinu.

Hæfniviðmið:
Þekking
Í því flest að nemandi:
• Þekki og sýni skilning á grundvallarhugtökum, fræðilegu viðfangsefni, aðferðum og álitamálum er varða rekstur í íslenskum sjávarútvegi og á alþjóðavísu.
• Þekki mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenskt hagkerfi
• Geti nefnt helstu þætti sem hafa haft áhrif á sögu fiskveiða við Ísland.

Leikni
í því felst að nemandi:
• Geti beitt sjálfstæðri og gagnrýnni hugsun við greiningu á viðfangsefnum og í verkefnum.
• Sé læs á rannsóknir á sviði sjávarútvegs og niðurstöður þeirra.
• Geti nýtt þekkingu sína og skilning til að afla gagna um sjávarútveg, greint þau og skilað sem heilstæðu verkefni.
• Geti skýrt mikilvægustu markaði fyrir sjávarafurðir Íslendinga.

Hæfni
í því felst að nemandi:
• Ástundi sjálfstæð vinnubrögð sem nýtast þegar kemur að rannsóknavinnu í verkefnum.
• Tekið virkan þátt, borið saman og rætt á gagnrýninn hátt mismunandi fiskveiðistjórnunaraðferðir með sérstakri áherslu á íslenska kerfið.
• Geti fjallað um helstu afurðir og vinnsluaðferðir á Íslandi.
• Geti kynnt niðurstöður sínar skilmerkilega bæði í texta og framsögukynningu.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.
Sjá stundatöflu á heimasíðu viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Rekstur í sjávarútvegi (VIÐ282M)

Verð
75000

<span class="fm-plan">Sj&aacute;var&uacute;tvegur hefur um aldir veri&eth; ein mikilv&aelig;gasta atvinnugrein &thorn;j&oacute;&eth;arinnar. &Iacute; n&aacute;mskei&eth;inu f&aacute; nemendur yfirs&yacute;n yfir helstu &thorn;&aelig;tti er var&eth;a rekstur sj&aacute;var&uacute;tvegsfyrirt&aelig;kja, starfsumhverfi &thorn;eirra, t&aelig;kif&aelig;ri og afkomu og hvernig sj&aacute;var&uacute;tvegurinn tengist heimsmarkmi&eth;um Sameinu&eth;u &thorn;j&oacute;&eth;anna.<br/></span>