Staðnámskeið

Sjálfbærni og framtíð fyrirtækja (VIÐ289F)

Skráning til og með 15. desember Verð 75.000 kr.

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2023.
Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Kennarar: Inga Minelgaité, prófessor og Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum þróunina sem mun hafa áhrif á fyrirtæki í framtíðinni og hlutverk sjálfbærni hvað varðar framtíð þeirra. Nemendur munu einnig fá gott yfirlit yfir það hvernig þessi nýja þróun samtvinnast skipulagsheildum og mörkuðum.

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum þróunina sem mun hafa áhrif á fyrirtæki í framtíðinni og hlutverk sjálfbærni hvað varðar framtíð þeirra. Nemendur munu einnig fá gott yfirlit yfir það hvernig þessi nýja þróun samtvinnast skipulagsheildum og mörkuðum.
Hraðar breytingar í umhverfi skipulagsheilda krefjast þess að skoða verður núverandi stöðu sem og framtíð fyrirtækja. Í námskeiðinu verða því teknar fyrir nýjustu áherslur í stjórnun sem þegar eru nýttar í viðskiptalífinu. Námskeiðið er einstakt hvað varðar áherslur á framtíð fyrirtækja, innan samhengis sjálfbærni, þar sem rædd verður heildstæð sýn á skipulagsheildir og samhengi þeirra. Námskráin er byggð á nýjustu vísindaniðurstöðum, hagnýtum dæmum og verkefnum.
Markmiðið með námskeiðinu er:

Að kynna fyrir nemendum nýjustu þróun í viðskiptaumhverfi.
Að kanna áhrif núverandi þjóð- og rekstrarhagfræði á fyrirtæki og áhrif þessara þátta á framtíð skipulagsheilda.
Að beita fræðilegri þekkingu til að skilja raunveruleg feril, en slíkt er gert með umræðum, rannsóknum og ritgerðum.
Að stuðla að gagnrýninni hugsun um samtengingu þátta innan skipulagsheilda og samhengi þeirra í mesó- og þjóðhagfræðilegu samhengi.
Að veita innsýn í hvernig fræðilegt sjónarhorn getur hjálpað til við að búa okkur betur undir framtíðina.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en ENDURMENNTUN HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.
Sjá stundatöflu á heimasíðu viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sjálfbærni og framtíð fyrirtækja (VIÐ289F)

Verð
75000

<span class="fm-plan">Meginmarkmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; kynna fyrir nemendum &thorn;r&oacute;unina sem mun hafa &aacute;hrif &aacute; fyrirt&aelig;ki &iacute; framt&iacute;&eth;inni og hlutverk sj&aacute;lfb&aelig;rni hva&eth; var&eth;ar framt&iacute;&eth; &thorn;eirra. Nemendur munu einnig f&aacute; gott yfirlit yfir &thorn;a&eth; hvernig &thorn;essi n&yacute;ja &thorn;r&oacute;un samtvinnast skipulagsheildum og m&ouml;rku&eth;um.</span>