Staðnámskeið

Vinnuréttur (VIÐ285F)

Skráning til og með 15. desember Verð 75.000 kr.

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2023.
Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Umsjón: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent
Kennari: Guðmundur Birgir Ólafsson

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði vinnulöggjafarinnar og lög sem snerta starfsmannamál. Rætt verður um kjarasamninga, kjaraviðræður, réttarstöðu trúnaðarmanna, lagalega hlið vinnustöðvanna, sáttastörf í vinnudeilum og Félagsdóm.

Einnig verður fjallað um réttindi og skyldur launþega og vinnuveitenda, ráðningarrétt, þ.e. ráðningu starfsmanna, uppsögn og riftun ráðningarsamninga og réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Komið verður inn á jafnréttismál, veikinda- og slysarétt, orlofsrétt o.fl. Sérstaklega verður gerð grein fyrir réttindum og skyldum opinberra starfsmanna. Fjallað verður um helstu áhrif sem evrópulöggjöf og samþykktir Alþjóða vinnumálastofnunarinnar hafa á íslenskan vinnumarkað.

Undanfarar / Forkröfur
Nemendur í meistaranámi í öðrum deildum verða að sækja um heimild til skráningar í meistaranámskeið í Viðskiptafræðideild á skrifstofu deildar í Gimli.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru samkennd námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau eru metin til MS-prófs við viðskiptafræðideild HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en ENDURMENNTUN HÍ sér um skráningar. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.
Sjá stundatöflu á heimasíðu viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vinnuréttur (VIÐ285F)

Verð
75000

<span class="fm-plan">&Iacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fari&eth; yfir helstu atri&eth;i vinnul&ouml;ggjafarinnar og l&ouml;g sem snerta starfsmannam&aacute;l. R&aelig;tt ver&eth;ur um kjarasamninga, kjaravi&eth;r&aelig;&eth;ur, r&eacute;ttarst&ouml;&eth;u tr&uacute;na&eth;armanna, lagalega hli&eth; vinnust&ouml;&eth;vanna, s&aacute;ttast&ouml;rf &iacute; vinnudeilum og F&eacute;lagsd&oacute;m. </span>