Staðnámskeið

Vörumerkjastjórnun (VIÐ269F)

Skráning til og með 15. desember Verð 75.000 kr.

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2023.
Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Kennari: Friðrik Rafn Larsen, lektor

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Vörumerkjastjórnun (e. branding) er einn af þeim þáttum markaðsfræða sem vex hvað hraðast. Fræðasviðið er ungt og lifandi og ekki eru allir endilega á eitt sáttir um vænlegustu aðferðir til að byggja upp gott vörumerki.

Í námskeiðinu verða kennd grundvallaratriði vörumerkjastjórnunar; einnig verða kynntar nýjustu áherslur á fræðasviðinu. Veitt verður innsýn í áhrif vörumerkja á daglegt líf neytenda sem og á rekstur fyrirtækja. Þá mun námskeiðið hvetja nemendur til að beita gagnrýninni hugsun um stefnur, tæki, og tól sem gagnast geta við að byggja upp vörumerki, viðhalda þeim og verja þau.

Undanfarar / Forkröfur
Nemendur í meistaranámi í öðrum deildum verða að sækja um heimild til skráningar í meistaranámskeið í Viðskiptafræðideild á skrifstofu deildar í Gimli.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en ENDURMENNTUN HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.
Sjá stundatöflu á heimasíðu viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vörumerkjastjórnun (VIÐ269F)

Verð
75000

<span class="fm-plan">V&ouml;rumerkjastj&oacute;rnun (e. branding) er einn af &thorn;eim &thorn;&aacute;ttum marka&eth;sfr&aelig;&eth;a sem vex hva&eth; hra&eth;ast. Fr&aelig;&eth;asvi&eth;i&eth; er ungt og lifandi og ekki eru allir endilega &aacute; eitt s&aacute;ttir um v&aelig;nlegustu a&eth;fer&eth;ir til a&eth; byggja upp gott v&ouml;rumerki.</span>