Staðnámskeið

Tölvutækni í fjármálum (VIÐ267F)

Skráning til og með 15. desember Verð 75.000 kr.

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2023.
Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Úlf Viðar Níelsson, lektor

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum að beita kenningum fjármálafræðinnar á raunhæf verkefni með aðstoð Excel og Visual Basic. Þannig verða helstu líkön fjármálafræðinnar greind með raungögnum. Í lok námskeiðs eiga nemendur að geta unnið með verðlagningu skuldabréfa, hlutabréfa og afleiða og einnig að geta metið ýmis konar áhættu.

Farið verður yfir aðferðir við stjórnun og mat verðbréfasafna, notkun Monte Carlo aðferða við verðlagningu valréttarsamninga, mat á flökti (GARCH), vaxtarófi o.s.frv. Þannig mun námskeiðið kenna nemendum að nota ýmsar aðferðir við beitingu fjármálafræða við úrlausn hagnýtra verkefna.

Námskeiðið er kennt á ensku.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru samkennd námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau eru metin til MS-prófs við viðskiptafræðideild HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en ENDURMENNTUN HÍ sér um skráningar. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.
Sjá stundatöflu á heimasíðu viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Tölvutækni í fjármálum (VIÐ267F)

Verð
75000

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; kenna nemendum a&eth; beita kenningum fj&aacute;rm&aacute;lafr&aelig;&eth;innar &aacute; raunh&aelig;f verkefni me&eth; a&eth;sto&eth; Excel og Visual Basic. &THORN;annig ver&eth;a helstu l&iacute;k&ouml;n fj&aacute;rm&aacute;lafr&aelig;&eth;innar greind me&eth; raung&ouml;gnum. &Iacute; lok n&aacute;mskei&eth;s eiga nemendur a&eth; geta unni&eth; me&eth; ver&eth;lagningu skuldabr&eacute;fa, hlutabr&eacute;fa og aflei&eth;a og einnig a&eth; geta meti&eth; &yacute;mis konar &aacute;h&aelig;ttu.</span>