Staðnámskeið

Fjármögnun fyrirtækja

(VIÐ181F)
Umsóknarfrestur til og með 14. ágúst 2022 Verð 75.000 kr.

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Umsjónarmaður: Hersir Sigurgeirsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Valdir þættir úr Fjármálum II BS náms en dýpri. Meðal efnisþátta eru fjármagnskostnaður fyrirtækja, mat og val fjármögnunarkosta til langs tíma og fjármögnunarkosta til skamms tíma, valkostir er varða arðgreiðslustefnu fyrirtækja og fjármagnsskipan, útgáfa hlutafjár, útgáfa skuldabréfa, lánshæfismat, samrunar og yfirtökur og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja.

Fjallað er um fjármögnun fyrirtækja frá sjónarhóli bæði fjármálastjórans, sem þarf í senn að kunna skil á hagnýtum og fræðilegum hliðum starfsins, sem og fjárfesta og lánveitenda, sem þurfa að leggja mat á lánshæfi og rekstrarhæfni fyrirtækisins.

Hæfniviðmið
Markmið með námskeiðinu er að nemendur tileinki sér þá tækni, sem hefur reynst gagnleg við fjármögnun og fjármálastjórnun fyrirtækja og öðlist þá innsýn, sem fjármálafræðin veitir, þegar leitað skal lausna á viðfangsefnum fyrirtækja varðandi fjármögnun. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa þekkingu og skilning á grunnkenningum fræðimanna í fjármálum, þekkingu á bestu faglegri nálgun á alfljóðavettvangi og tæknilega getu til að leysa raunhæf verkefni hvað varðar mat og val fjármögnunarkosta til langs tíma og skamms tíma, arðgreiðslur og arðgreiðslustefnu fyrirtækja, útgáfu hlutafjár, útgáfu skuldabréfa og fjármagnsskipan.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ og stundatöflu á heimasíðu Viðskiptafræðideildar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjármögnun fyrirtækja

Verð
75000

<span class="fm-plan">Valdir &thorn;&aelig;ttir &uacute;r Fj&aacute;rm&aacute;lum II BS n&aacute;ms en d&yacute;pri. Me&eth;al efnis&thorn;&aacute;tta eru fj&aacute;rmagnskostna&eth;ur fyrirt&aelig;kja, mat og val fj&aacute;rm&ouml;gnunarkosta til langs t&iacute;ma og fj&aacute;rm&ouml;gnunarkosta til skamms t&iacute;ma, valkostir er var&eth;a ar&eth;grei&eth;slustefnu fyrirt&aelig;kja og fj&aacute;rmagnsskipan, &uacute;tg&aacute;fa hlutafj&aacute;r, &uacute;tg&aacute;fa skuldabr&eacute;fa, l&aacute;nsh&aelig;fismat, samrunar og yfirt&ouml;kur og fj&aacute;rhagsleg endurskipulagning fyrirt&aelig;kja.</span>