Staðnámskeið

Þjónustukenningar og þjónustuhagkerfið

(VIÐ174F)
Umsóknarfrestur til og með 14. ágúst 2022 Verð 75.000 kr.

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Þórey Svanfríður Þórisdóttir Umsjónarmaður: Runólfur S Steinþórsson, prófessor

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur nái vel utan um fræði þjónustustjórnunar og geti sett kenningarnar í samhengi við hagnýt úrlausnarefni.

Kennslan er umræðumiðuð með áherslu á vendikennslu. Gengið er út frá því að nemendur séu vel undirbúnir undir tímana og tilbúnir í umræðuna sem tekur mið af lesefni, dæmisögum og raunverkefnum. Nemendur vinna viðamikið hópverkefni þar sem áhersla er lögð á bæði fræðilega og hagnýta nálgun. Verkefnið er kynnt í tíma. Lögð er rík áhersla á virkni og þátttöku nemenda í námskeiðinu.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ og stundatöflu á heimasíðu Viðskiptafræðideildar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Þjónustukenningar og þjónustuhagkerfið

Verð
75000

<span class="fm-plan">&Iacute; n&aacute;mskei&eth;inu er l&ouml;g&eth; &aacute;hersla &aacute; a&eth; nemendur n&aacute;i vel utan um fr&aelig;&eth;i &thorn;j&oacute;nustustj&oacute;rnunar og geti sett kenningarnar &iacute; samhengi vi&eth; hagn&yacute;t &uacute;rlausnarefni.</span>