Staðnámskeið

Endurskoðun og umhverfi

(VIÐ160F)
Umsóknarfrestur til og með 14. ágúst 2022 Verð 75.000 kr.

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

34.7 klst.

Jón Arnar Baldurs, aðjunkt
Umsjónarmaður: Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Í námskeiðinu verður farið yfir þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, þ.e. kenningar Aristótelesar, Immanuels Kant og Johns Stuart Mill og nemendum kynnt grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar. Skoðað verður samband löggjafar og siðferðis sem og hvað einkennir fagmennsku.

Þá verður fjallað um ítarlega um siðareglur endurskoðenda og hvernig þær spila saman við lög um endurskoðendur. Nemendum verður gefið yfirlit yfir leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis, og hlutverk endurskoðunar í þeim. Farið verður yfir hverjir teljast vera „varðhundar" almennings og hvernig þeir hafa sinnt hlutverki sínu undanfarin ár. Loks verður kynnt ábyrgð endurskoðenda og annarra sérfræðinga.

Hæfniviðmið
Markmið með námskeiðinu er að kynna hlutverk endurskoðenda og mikilvægi endurskoðunar í viðskiptalífinu. Lagður grunnur að námi í Endurskoðun - II. hluta. Kynnt verða helstu hugtök er fyrirkoma í endurskoðun.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ og stundatöflu á heimasíðu Viðskiptafræðideildar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Endurskoðun og umhverfi

Verð
75000

<span class="fm-plan">&Iacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir &thorn;rj&aacute;r af h&ouml;fu&eth;kenningum si&eth;fr&aelig;&eth;innar, &thorn;.e. kenningar Arist&oacute;telesar, Immanuels Kant og Johns Stuart Mill og nemendum kynnt grundvallaratri&eth;i gagnr&yacute;nnar hugsunar. Sko&eth;a&eth; ver&eth;ur samband l&ouml;ggjafar og si&eth;fer&eth;is sem og hva&eth; einkennir fagmennsku.</span>