Staðnámskeið

Fjárhagsupplýsingakerfi

(VIÐ128F)
Umsóknarfrestur til og með 14. ágúst 2022 Verð 75.000 kr.

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

44 klst.

Guðmundur I Bergþórsson, stundakennari og Hanna Kristín Skaftadóttir, doktorsnemi
Umsjónarmenn: Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Markmið er að kynna fyrir nemendum helstu atriði varðandi greiningu, hönnun, innleiðingu og eftirfylgni viðskiptakerfa.

Áhersla er lögð á aðkomu endurskoðenda að ofangreindum þáttum í rekstri upplýsingakerfa, t.d. varðandi öryggi, skýrslugjöf, sannreynslu gagna og innra eftirlit. Leitast er við að fá gestafyrirlesara til að kynna helstu viðskiptakerfi sem í boði eru.

Hæfniviðmið
Eftir áfangann hafi nemendur yfirsýn yfir undirstöðu hugtök og atriði fjárhagsupplýsingakerfa, öryggis stýringu og notkun þeirra, vinnustaðla, hönnun og þróun.

Undanfarar / Forkröfur
„Nemendum er ekki heimilt að skrá sig í námskeið á seinna námsári, nema að hafa klárað 30 ECTS einingar í námskeiðum af fyrra námsári. Ef nemandi skráir sig samtímis, þ.e. á sama námsári, í námskeið sem kennd eru á fyrra og seinna námsárinu, þá er það gert á ábyrgð nemanda. Verkefnaskil og próf geta verið á sama tíma eða mjög nálægt hvort öðru í tímasetningu.“

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ og stundatöflu á heimasíðu Viðskiptafræðideildar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjárhagsupplýsingakerfi

Verð
75000

<span class="fm-plan">Markmi&eth; er a&eth; kynna fyrir nemendum helstu atri&eth;i var&eth;andi greiningu, h&ouml;nnun, innlei&eth;ingu og eftirfylgni vi&eth;skiptakerfa. </span>