Staðnámskeið

Endurskoðunarferli II

(VIÐ126F)
Umsóknarfrestur til og með 14. ágúst 2022 Verð 75.000 kr.

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

26.7 klst.

Sigrún Guðmundsdóttir
Umsjónarmaður: Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Námskeiðið er í beinu framhaldi af endurskoðun I. hluta. Kynntar verða aðferðir við gagnaöflun endurskoðenda og hvernig endurskoðun tekur mið af áhættugreiningu og hagkvæmni.

Fjallað verður sérstaklega um notkun tölvukerfa við endurskoðun. Við yfirferð námsefnis verða alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafðir til hliðsjónar og rætt um gildi þeirra fyrir íslenskt umhverfi.

Hæfniviðmið
Markmið með námskeiðinu er að nemendur hafi fengið yfirsýn yfir hlutverk endurskoðenda og störf þeirra í samræmi við ákvæði laga og alþjóðlegra endurskoðunarstaðla.

Undanfarar / Forkröfur
Nauðsynleg undirstaða VIÐ160F Endurskoðun - I. hluti
Nauðsynleg undirstaða VIÐ223F Endurskoðun - II. hluti

Nemendum er ekki heimilt að skrá sig í námskeið á seinna námsári, nema að hafa klárað 30 ECTS einingar í námskeiðum af fyrra námsári. Ef nemandi skráir sig samtímis, þ.e. á sama námsári, í námskeið sem kennd eru á fyrra og seinna námsárinu, þá er það gert á ábyrgð nemanda. Verkefnaskil og próf geta verið á sama tíma eða mjög nálægt hvort öðru í tímasetningu.


Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeið í Kennsluskrá HÍ og stundatöflu á heimasíðu Viðskiptafræðideildar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Endurskoðunarferli II

Verð
75000

<span class="fm-plan">N&aacute;mskei&eth;i&eth; er &iacute; beinu framhaldi af endursko&eth;un I. hluta. Kynntar ver&eth;a a&eth;fer&eth;ir vi&eth; gagna&ouml;flun endursko&eth;enda og hvernig endursko&eth;un tekur mi&eth; af &aacute;h&aelig;ttugreiningu og hagkv&aelig;mni.</span>