Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn

Verð 31.200 kr.
Nýtt

Þri. 28. sept. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Vigdís Bergsdóttir, meistaranemi í sjálfbærum arkitektúr við Tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU)

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Hugtakið hringrásarhagkerfi hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár og hrundið af stað nýsköpun ásamt rannsóknum á því sviði. Tilgangur námskeiðsins er að kynna starfólki innan byggingariðnaðarins þá möguleika sem hringrásarhagkerfið hefur upp á að bjóða og hvernig það getur hjálpað til við að vinna í meiri sátt við umhverfið.

Hringrásarhagkerfið snýst um að gera notkun á auðlindum jarðar skilvirka, ‏þ.e. með endurnýtingu og endurvinnslu. Þátttakendur munu læra grunnatriði varðandi það að halda efniviði í hringrás og hvernig hægt er að auka gæði hringrásarinnar.

Þátttakendur öðlast dýpri skilning á því hvað felst í hugtakinu hringrásarhagkerfi og hvernig einstakir þættir þess geta haft áhrif á byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður er ábyrgur fyrir um fjórðungi úrgangsmyndunar í heiminum og fjallað verður um þann úrgang sem myndast nú á dögum í byggingariðnaði.

Fjallað verður um hvar og hvernig hringrásarhagkerfið kemur við sögu í byggingarferlinu. Hönnunarferlið er mikilvægur liður í því að leggja grunn að endurnýtingar- og endurvinnslumöguleikum bygginga.

Rætt verður um verkefni og rannsóknir erlendis frá, þar sem verið er að vinna að og þróa lausnir sem stuðla að sjálfbærari byggingariðnaði.

Þátttakendur eru hvattir til þess að vera virkir, spyrja spurninga, sýna gagnrýna hugsun og skapa umræður.

Á námskeiðinu er fjallað um

Þróun hringrásarhagkerfisins sem hugtak og vandamál tengd úrgangi í nútímasamfélagi.
Endurnýtingu og endurvinnslu í byggingarferlinu.
Nýlegar rannsóknir, lausnir og önnur verkefni tengd viðfangsefninu sem læra má af.

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur á úrgangsmyndun í línulegu hagkerfi og neikvæð áhrif hans á samfélagið.
Aukinn skilningur á hugtakinu hringrásarhagkerfi og hvernig það eykur líkur á umhverfisvænni framtíð.
Aukin þekking á því hvaða aðgerða er þörf innan byggingariðnaðarins til þess að gera innleiðingu hringrásarhagkerfisins mögulega.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem starfa innan byggingariðnaðarins: arkitektum, hönnuðum, verktökum, verkfræðingum o.s.frv.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Vigdís Bergsdóttir stundar meistaranám í sjálfbærum arkitektúr við Tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU). Hún vinnur að lokaverkefni þar sem lífsferilsgreining (LCA) er nýtt við hönnun bygginga í anda hringrásarhagkerfisins. Áður starfaði hún hjá arkitektastofunni T.ark og samtökunum Grænni byggð þar sem hún vann að skýrslu um hringrásarhagkerfið. Skýrsluna má nálgast hér.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn

Verð
31200

<span class="fm-plan">Hugtaki&eth; </span><span class="fm-italic">hringr&aacute;sarhagkerfi</span><span class="fm-plan"> hefur s&oacute;tt &iacute; sig ve&eth;ri&eth; undanfarin &aacute;r og hrundi&eth; af sta&eth; n&yacute;sk&ouml;pun &aacute;samt ranns&oacute;knum &aacute; &thorn;v&iacute; svi&eth;i. Tilgangur n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; kynna starf&oacute;lki innan byggingari&eth;na&eth;arins &thorn;&aacute; m&ouml;guleika sem hringr&aacute;sarhagkerfi&eth; hefur upp &aacute; a&eth; bj&oacute;&eth;a og hvernig &thorn;a&eth; getur hj&aacute;lpa&eth; til vi&eth; a&eth; vinna &iacute; meiri s&aacute;tt vi&eth; umhverfi&eth;.<br/></span>