Valmynd
Þri. og fim. 20., 22. og 27. sept. kl. 09:00 - 12:00
Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ MNAL
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Annað námskeið er á dagskrá í lok október SKRÁNING HÉR
Námskeið í skilvirkri notkun á VectorWorks.
Sýnt er hvernig hönnunarteymi geta unnið saman að miðlægu upplýsingalíkani byggingar. Grunnmyndir, sneiðingar, útlitsteikningar og þrívíddarmyndir eru síðan búnar til úr líkaninu. Farið er yfir samræmingu og samskipti milli BIM forrita og magntöku og útgáfu teikninga.
Teikningauppsetningu í þrívídd fyrir hönnunarteymi.
Hybrid tækni í VectorWorks; veggi, gólf, þök og aðra byggingarhluta.
Upplýsingalíkan, magntöku, villuleit og samræmingu.
Hvar er hægt að fá aðstoð, sækja upplýsingar og læra meira.
Að öðlast betri skilning á forritinu og möguleikum þess.
Að sjá kostina við þrívíddarhönnun og BIM.
Námskeiðið hentar einstaklingum sem hafa notað VectorWorks í einhvern tíma og vilja læra meira um þrívíddarhönnun og BIM hugsun.
Hans-Olav Andersen er Arkitekt FAI MNAL með yfir 30 ára starfsreynslu. Hann hefur rekið Teiknistofuna Tröð með Sigríði Magnúsdóttur frá árinu 1990. Hans-Olav kenndi á VectorWorks í LHÍ í 10 ár. Þá er hann beta prófari fyrir forritið og notar það daglega.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með fartölvu á námskeiðið með nýlegu VectorWorks forriti. Hægt er að hlaða niður 30 daga prufuútgáfu af forritinu áður en kennsla hefst.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Námskeið í skilvirkri notkun á VectorWorks.</span>