Fjarnámskeið

Gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001)

- uppbygging og innleiðing
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 24. febrúar
Almennt verð 67.000 ISK 60.900 ISK

Mán. 6. og 13. mars kl. 8:30 - 12:30

8 klst.

Guðrún Ólafsdóttir, M.Sc. í viðskiptafræði

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Gæðastjórnun eykur á ánægju viðskiptavina, sparar tíma, dregur úr mistökum og sóun og hefur þannig jákvæð áhrif á rekstur og stjórnun. Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu, markmið og innleiðingu gæðastjórnunarkerfa og hvernig þau snerta daglega starfsemi.

Alþjóðlegi staðallinn ISO 9001:2015, Gæðastjórnunarkerfi - kröfur verður lagður til grundvallar á námskeiðinu. Innihald staðalsins er hryggjarstykkið í gæðakerfum í alls konar fyrirtækjum í fjölbreyttri starfsemi um allan heim. Hann er nokkurs konar ættmóðir annarra ISO staðla, svo sem um jafnlaunakerfi og umhverfis- og öryggismál. Fjallað verður um gæðastjórnun, hvaða máli hún skiptir og hvernig hægt er að setja upp gæðastjórnunarkerfi sem hentar fyrirtækinu og starfsemi þess.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hugmyndafræði gæðastjórnunar.
Innihald ISO 9001.
Uppbyggingu gæðakerfis, innleiðingu og viðhorf.
Ferlanálgun og tilgang hennar.
Skjöl og skráningar.
Rekjanleika.

Ávinningur þinn

Skilja hvernig gæðastjórnun skilar árangri.
Öðlast hvata til að taka upp gæðastjórnun.
Þekking á ISO 9001.
Fá praktísk ráð til að koma upp gæðastjórnunarkerfi sem hentar þínu fyrirtæki.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um gæðastjórnun en sérstaklega hagnýtt fyrir alla stjórnendur sem þurfa gjarna að styðja við innleiðingu og notkun á gæðastjórnunarkerfum svo að vel takist til og að gæðastjórnun skili tilætluðum árangri. Hentar einnig sérfræðingum sem vinna með jafnlaunakerfi, öryggi á vinnustöðum, upplýsingaöryggi eða annað sem byggir á ISO stöðlum.

Nánar um kennara

Guðrún Ólafsdóttir, M.Sc. í viðskiptafræði, löggiltur verðbréfamiðlari og með iðnmenntun. Hefur áralanga reynslu af gerð, stjórnun og innleiðingu gæðakerfa, bæði hérlendis sem erlendis í fjölbreyttu starfsumhverfi. Kennir gæðastjórnun í Háskólanum í Reykjavík og hefur tekið þátt í umræðu og fræðslu í gæðastjórnun hjá Samtökum iðnaðarins.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og dæmum úr atvinnulífinu. Gott er að hafa með sér eintak af ISO 9001:2105. Fróðlegu ítarefni verður miðlað til þátttakenda.

Athugið - ef þátttakandi sækir bæði Gæðastjórnunarkerfi - uppbygging og innleiðing (ISO 9001) og Gæðastjórnunarkerfi verður til (ISO 9001) - vinnustofa á sama eða samliggjandi misseri er veittur 20% afsláttur af seinna námskeiðinu.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001)

Verð
67000

<span class="fm-plan">G&aelig;&eth;astj&oacute;rnun eykur &aacute; &aacute;n&aelig;gju vi&eth;skiptavina, sparar t&iacute;ma, dregur &uacute;r mist&ouml;kum og s&oacute;un og hefur &thorn;annig j&aacute;kv&aelig;&eth; &aacute;hrif &aacute; rekstur og stj&oacute;rnun. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; &iacute; uppbyggingu, markmi&eth; og innlei&eth;ingu g&aelig;&eth;astj&oacute;rnunarkerfa og hvernig &thorn;au snerta daglega starfsemi.</span>