Staðnámskeið

Að skapa sálrænt öryggi á vinnustað

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 1. maí
Almennt verð 42.800 ISK 38.900 ISK
Nýtt

Mið. 10. maí kl. 9:00 - 12:30

3.5 klst.

Anna María Þorvaldsdóttir og Inga Þórisdóttir, stjórnendaþjálfar

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sálrænt öryggi ríki á vinnustöðum til að skapa og stuðla að velsæld starfsmanna og auknum árangri vinnustaða.

Á námskeiðinu verður fjallað um alla helstu þætti sem stuðla að því að sálrænt öryggi ríki á vinnustaðnum. Farið verður yfir hver helsti ávinningurinn af því er fyrir vinnustaðinn, stjórnandann og starfsmanninn. Einnig verður fjallað um leiðir til að viðhalda sálrænu öryggi og tryggja að það verði hluti af menningu vinnustaðarins.

Kafað verður ofan í viðfangsefni á borð við: Hvað er sálrænt öryggi, hvernig er stuðlað að því og hvernig er hægt að viðhalda því á vinnustöðum? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um í stjórnendastíl sínum og hvaða áhrif hefur mismunandi framkoma stjórnenda á starfsmenn? Hvaða áhrif hefur menning vinnustaða á sálrænt öryggi starfsmanna?

Á námskeiðinu er fjallað um

Mikilvægi þess að skapa sálrænt öryggi.
Hvaða árangri sálrænt öryggi skilar.
Skilgreiningu á sálrænu öryggi.
Ólíkar vinnustaðamenningar og áhrif þeirra á sálrænt öryggi.
Hvað einkennir vinnustaðamenningu þar sem sálrænt öryggi ríkir.
Samskipti og leiðir sem stuðla að sálrænu öryggi á vinnustað.

Ávinningur þinn

Þekking á sálrænu öryggi og mikilvægi þess.
Þekking á leiðum sem hægt er að fara til að stuðla að sálrænu öryggi á vinnustað.
Hugmyndir að aðferðum til að innleiða sálrænt öryggi.
Betri skilningur og þekking á því hvernig sálrænt öryggi verður hluti af menningu vinnustaðarins.

Fyrir hverja

Fyrir stjórnendur og alla þá sem vilja auka þekkingu sína á sálrænu öryggi, mikilvægi þess og hvernig það stuðlar að auknum árangri vinnustaða.

Nánar um kennara

Anna María Þorvaldsdóttir starfar sem stjórnendaþjálfi í fyrirtæki sínu Víðsýni. Anna María hefur unnið í fjölbreyttu fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis og hefur starfað sem mannauðsstjóri hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, vöruflutningum, heildsölu, framleiðslu, sveitarfélagi og hjá verktakafyrirtækjum í yfir 20 ár. Hún hefur einnig gríðarlega mikla reynslu af gæðastjórnun, jafnlaunavottun og innleitt ÍSO staðla. Anna María er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og virka ACC vottun markþjálfa.

Inga Þórisdóttir starfar sem stjórnendaþjálfi í fyrirtæki sínu Via Optima. Inga starfaði innan fjármálageirans í rúm tuttugu ár og hefur hún víðtæka stjórnunarreynslu. Inga er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá háskólanum á Bifröst og er alþjóðlega vottaður NLP Master Coach markþjálfi. Inga hefur einnig lokið diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að skapa sálrænt öryggi á vinnustað

Verð
42800

<span class="fm-plan">Ranns&oacute;knir hafa s&yacute;nt fram &aacute; mikilv&aelig;gi &thorn;ess a&eth; s&aacute;lr&aelig;nt &ouml;ryggi r&iacute;ki &aacute; vinnust&ouml;&eth;um til a&eth; skapa og stu&eth;la a&eth; vels&aelig;ld starfsmanna og auknum &aacute;rangri vinnusta&eth;a.</span>