Fjarnámskeið

Jafnlaunastaðall: Virkni og viðhald jafnlaunakerfis

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 13. mars
Almennt verð 23.000 ISK 20.900 ISK

Fim. 23. mars. kl. 13:00 - 15:00

2 klst.

Guðmundur S. Pétursson, tæknifræðingur og ráðgjafi í gæða- og öryggismálum

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Endurnýja skal vottunina á þriggja ára fresti.

Þessu námskeiði er ætlað að styðja við og aðstoða þá sem innleitt hafa jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST-85. Þegar skráðar hafa verið lýsingar á því hvernig kröfum staðalsins er fylgt eftir þarf að huga að virkni og viðhaldi kerfisins. Þessu stjórnkerfi verður að fylgja eftir með skjalfestingu og skráningum, sýna fram á viðhald kerfisins með eftirliti / innri úttektum. Það þarf að skrá virkni verklagsreglnanna og niðurstöður, s.s. launagreiningu, þjálfun, frávik og úrvinnslu þeirra, innri úttektir og rýni stjórnenda.

Á námskeiðinu er fjallað um

Virkni og viðhald jafnlaunakerfis með eftirliti / innri úttektum.
Skjalfestingu og skráningu gagna sem sýna fram á viðhald kerfisins.
Skráningu á virkni verklagsreglna og niðurstöðum launagreiningar, þjálfunar, frávika og úrvinnslu þeirra, innri úttekta og rýni stjórnenda.

Ávinningur þinn

Þekking á því hvað þarf að huga að til að viðhalda jafnlaunavottun.
Þekking á því hvaða skjalfestingar og skráningar þarf við viðhald jafnlaunakerfis.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla þá sem innleitt hafa jafnlaunastaðalinn og fengið vottun á jafnlaunakerfin. Námskeiðinu er sérstaklega ætlað að aðstoða þá sem standa frammi fyrir því að viðhalda jafnlaunakerfinu eftir að vottun hefur fengist og sýna fram á virkni þess þegar kemur að því að viðhalda vottun.

Nánar um kennara

Guðmundur S. Pétursson, tæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum. Guðmundur starfar sem sjálfstæður ráðgjafi í gæða-, umhverfis- og öryggismálum. Hann hefur starfað við gæðamál yfir 20 ár, lengst af sem gæðastjóri. Guðmundur hefur mikla reynslu af uppbyggingu gæðakerfa og innleiðingu krafna hina ýmsu staðla. Hann hefur einnig mikla reynslu af rekstri gæðakerfa og viðhaldi þeirra. Hann var gæðastjóri Tollstjóra þegar kröfur IST 85 Jafnlaunakerfi voru innleiddar þar og starfsemi Tollstjóra varð fyrst stofnana til að fá vottun á jafnlaunakerfi samkvæmt IST 85.

Aðrar upplýsingar

Skoða má öll námskeið um jafnlaunastaðallinn HÉR

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jafnlaunastaðall: Virkni og viðhald jafnlaunakerfis

Verð
23000

<span class="fm-plan">Meginmarkmi&eth; jafnlaunavottunar er a&eth; vinna gegn kynbundnum launamun og stu&eth;la a&eth; jafnr&eacute;tti kynjanna &aacute; vinnumarka&eth;i. Jafnlaunavottun var l&ouml;gfest &iacute; j&uacute;n&iacute; 2017 me&eth; breytingu &aacute; l&ouml;gum um jafna st&ouml;&eth;u og jafnan r&eacute;tt kvenna og karla. Samkv&aelig;mt l&ouml;gunum skal jafnlaunavottun byggjast &aacute; Jafnlaunasta&eth;linum &Iacute;ST 85.</span>